Um Haga

Hagar í tölum

Rekstrarafkoma ársins

Vörusala rekstrarársins nam 80.521 millj. kr., samanborið við 78.366 millj. kr. árið áður. Söluaukning félagsins milli ára var því 2,7%. Hækkun 12 mánaða meðaltals vísitölu neysluverðs milli rekstrarára var 1,66% en vísitalan án húsnæðis lækkaði um 0,40%. Framlegð félagsins var 19.992 millj. kr., samanborið við 19.109 millj. kr. árið áður, eða 24,8% framlegð samanborið við 24,4% á fyrra ári.

  2016/17
1.3 - 28.02
2015/16
1.3 - 29.02
Breyting
í millj. kr.
Breyting í %
Vörusala 80.521 78.366 2.155 2,7%
Kostnaðarverð seldra vara (60.529) (59.257) (1.272) 2,1%
Framlegð 19.992 19.109 883 4,6%
Framlegð í % 24,8% 24,4% - 0,4%
Aðrar rekstrartekjur 256 206 50 24,4%
Laun og launatengd gjöld (7.847) (7.162) (685) 9,6%
Launahlutfall 9,7% 9,1% - 0,6%
Annar rekstrarkostnaður (6.377) (6.494) 117 -1,8%
Kostnaðarhlutfall 7,9% 8,3% - -0,4%
EBITDA 6.024 5.659 366 6,5%
EBITDA % 7,5% 7,2% - 0,3%
Skaðabætur 265 (413) 678 -164,2%
Afskriftir (1.225) (699) (526) 75,3%
EBIT 5.064 4.547 517 11,4%
Hrein fjármagnsgjöld (23) (49) 26 -53,1%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 5.041 4.498 543 12,1%
Tekjuskattur (1.005) (902) (103) 11,4%
Heildarhagnaður 4.036 3.596 440 12,3%

Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 685 millj. kr. milli ára en hækkunin, sem var 9,6%, er í takt við kjarasamningshækkanir og almenna launaþróun á rekstrarárinu. Launahlutfallið er nú 9,7% en var 9,1% á fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 117 millj. kr. milli ára eða um 1,8% sem skýrist aðallega af lægri húsnæðiskostnaði vegna lokunar Debenhams og fækkun fermetra hjá Hagkaup og Útilíf. Rekstrarkostnaðarhlutfallið er nú 7,9% en var 8,3%. Kostnaðarhlutfallið í heild hækkar úr 17,4% í 17,7%.

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 6.024 millj. kr., samanborið við 5.659 millj. kr. árið áður. EBITDA-hlutfall er 7,5%, samanborið við 7,2% árið áður.

Sala og EBITDA (í millj. kr.)

Sala Ebitda

 

Þá voru tekjufærðar 265 millj. kr. sem skaðabætur í kjölfar dóms Hæstaréttar í mars í máli Norvikur gegn Högum. Héraðsdómur hafði áður dæmt félagið til að greiða 413 millj. kr. vegna málsins sem gjaldfærðar voru í ársreikningi 2015/16.

Afskriftir ársins námu 1.225 millj. kr. samanborið við 699 millj. kr. árið áður. Hækkunin skýrist aðallega af lokun og breytingum á verslunum á árinu, þ.á.m. breytingum á verslunum Hagkaups og Útilífs í Smáralind, lokun Hagkaups á efri hæð Kringlunnar, lokun Debenhams í Smáralind og lokun Útilífs í Glæsibæ. Auk þess hafa afskriftir aukist vegna fjárfestinga félagsins í fasteignum.

Hagnaður rekstrarársins fyrir tekjuskatt nam 5.041 millj. kr., samanborið við 4.498 millj. kr. árið áður. Hagnaður rekstrarársins nam 4.036 millj. kr., sem jafngildir um 5,0% af veltu, en hagnaður á fyrra ári var 3.596 millj. kr. Grunnhagnaður á hlut var 3,46 kr., samanborið við 3,07 kr. á fyrra ári.

Efnahagsreikningur og sjóðstreymi ársins

Heildareignir samstæðunnar í lok rekstrarársins námu 30.109 millj. kr. Fastafjármunir voru 18.877 millj. kr. og veltufjármunir 11.232 millj. kr. Félagið fjárfesti í rekstrarfjármunum fyrir 3.283 millj. kr. á árinu en stærstu verkefnin voru kaup á Skeifunni 11 og breyting á Hagkaupsversluninni í Smáralind. Birgðir voru 4.419 millj. kr. í árslok og lækkuðu um 337 millj. kr. frá fyrra ári. Mesta lækkun birgða er vegna lokunar Debenhams og fækkun sölufermetra undir sérvöru í Hagkaup Smáralind og Kringlu.

   28.02.17 29.02.16 Breyting í
millj. kr.
 Eignir
Rekstrarfjármunir 10.927 8.956 1.971
Óefnislegar eignir 7.950 7.728 222
Vörubirgðir 4.419 4.756 (337)
Kröfur 4.339 4.455 (116)
Handbært fé 2.474 3.810 (1.336)
Eignir samtals 30.109 29.705 404
       
Eigið fé og skuldir 
Hlutafé 1.153 1.172 (19)
Annað eigið fé 16.259 15.196 1.063
Eigið fé samtals 17.412 16.368 1.044
       
Langtímaskuldir

3.587

4.257 (670)
Vaxtaberandi skammtímaskuldir 767 763 4
Aðrar skammtímaskuldir 8.343 8.317 26
Skuldir samtals 12.697 13.337 (640)
       
Eigið fé og skuldir samtals 30.109 29.705 404

Nýting rekstrarfjármuna (í dögum)

Nýting rekstrarfjarmuna

 

Eigið fé félagsins var 17.412 millj. kr. í lok rekstrarársins og eiginfjárhlutfall 57,8%. Heildarskuldir samstæðunnar voru 12.697 millj. kr., þar af voru langtímaskuldir 3.587 millj. kr. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok rekstrarársins voru 1.279 millj. kr. en alls voru greiddar afborganir að fjárhæð 757 millj. kr. inn á langtímalán félagsins á rekstrarárinu.

Skuldsetning (í millj. kr.)

Skuldsetning

 

Eigið fé (í millj. kr.)

Eigið fé

 

Handbært fé frá rekstri á rekstrarárinu nam 5.823 millj. kr., samanborið við 5.754 millj. kr. á fyrra ári, en 954 millj. kr. voru greiddar í tekjuskatt á rekstrarárinu. Fjárfestingarhreyfingar rekstrarársins voru 3.410 millj. kr. og voru þar af fjárfestingar í fasteignum 2.057 millj. kr. Fjármögnunarhreyfingar voru 3.749 millj. kr. en á rekstrarárinu voru greiddar 1.992 millj. kr. í arð til hluthafa auk þess sem félagið keypti eigin bréf fyrir 1.000 millj. kr.

Handbært fé í lok rekstrarársins var 2.474 millj. kr., samanborið við 3.810 millj. kr. árið áður, og lækkaði handbært fé því um 1.336 milljónir króna á rekstrarárinu.

Sjóðsteymisyfirlit (í millj. kr.)

Sjóðstreymisyfirlit

 

Helstu lykiltölur má finna hér.