Hagar í Kauphöll

NASDAQ ICELAND

Hlutabréfin

Viðskipti með hlutabréf Haga á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hófust þann 16. desember 2011. Útgefið hlutafé í Högum nemur kr. 1.213.333.841 og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Félagið á engin eigin bréf. Auðkenni félagsins er HAGA. 

Í lok rekstrarársins, þann 28. febrúar 2019, stóð gengi hlutabréfa í Högum í 42,95 kr. á hlut, samanborið við 43,55 kr. á hlut í lok febrúar 2018 og lækkuðu bréf félagsins því um 1,38% á síðastliðnu rekstrarári. Verð í lok skráningardags þann 16. desember 2011 var 15,95 kr. á hlut.

Þróun hlutabréfaverðs

Þróun hlutabéfaverðs 2019

 

Hluthafar

Samkvæmt hlutaskrá félagsins voru hluthafar 843 talsins í byrjun rekstrarársins og 676 í lok þess. Stærsti einstaki hluthafinn er Gildi – lífeyrissjóður með 12,50% hlut. Lífeyrissjóðir starfsmanna ríkisins eiga óbeint 14,18% í félaginu en þeir samanstanda af A-, B- og S-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. 20 stærstu hluthafar félagsins eiga samtals 82,37% hlut en sömu hluthafar áttu samtals 72,01% í lok síðasta árs. 20 stærstu hluthafarnir í lok rekstrarársins 2017/18 áttu þá 80,02% hlut. Listann má sjá hér að neðan:

 

   Hluthafar  Fjöldi hluta
28.02.2019
 %  Fjöldi hluta
28.02.2018
 %
1 Gildi – lífeyrissjóður 151.714.721 12,50% 151.714.721 12,95%
2 Lífeyrissj. starfsm. rík. A-deild 120.680.000 9,95% 119.520.000 10,20%
3 Samherji hf. 112.343.738 9,26% 0 0,00%
4 Lífeyrissjóður verslunarmanna 100.687.852 8,30% 80.351.852 6,86%
5 Birta lífeyrissjóður 69.535.498 5,73% 65.699.084 5,61%
6 FISK-Seafood ehf. 55.500.000 4,57% 0 0,00%
7 Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild 48.929.200 4,03% 44.172.600 3,77%
8 Stapi lífeyrissjóður 41.803.251 3,45% 59.019.634 5,04%
9 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 40.768.518 3,36% 40.318.518 3,44%
10 Festa – lífeyrissjóður 37.895.169 3,12% 39.025.169 3,33%
11 Global Macro Absolute Return 37.380.455 3,08% 40.218.755 3,43%
12 Stefnir – ÍS 15 31.523.995 2,60% 42.211.443 3,60%
13 365 miðlar hf. 30.150.000 2,48% 0 0,00%
14 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 24.856.975 2,05% 25.856.975 2,21%
15 Kvika banki hf. 20.901.000 1,72% 18.868.000 1,61%
16 Stefnir – ÍS 5 19.058.673 1,57% 23.188.803 1,98%
17 Global Macro Portfolio 18.553.133 1,53% 24.109.633 2,06%
18 Landsbréf – Úrvalsbréf 14.597.510 1,20% 21.007.510 1,79%
19 Vátryggingafélag Íslands hf. 11.500.000 0,95% 13.694.650 1,17%
20 Arion banki hf. 11.048.650 0,91% 34.731.913 2,96%
20 stærstu hluthafar samtals 999.428.338 82,37% 843.709.260 72,02%
Aðrir hluthafar samtals 213.905.503 17,63% 327.792.930 27,98%
Skráð hlutafé samtals 1.213.333.841 100,00% 1.171.502.190 100,00%
Hagar hf. – eigin bréf 0 0,00% 69.168.349 5,90%
Útistandandi hlutir samtals 1.213.333.841 100,00% 1.102.333.841 94,10%

 

Eins og áður segir voru hluthafar í árslok 676 talsins en þeim má skipta í nokkra flokka. 498 einstaklingar eiga hlut í félaginu, með samtals um 4,0% af heildarhlutafé, en á sama tíma á fyrra ári voru 630 einstaklingar hluthafar í félaginu með 4,5%. 33 lífeyrissjóðir eiga 58,0% hlut í félaginu en á fyrra ári áttu 32 lífeyrissjóðir 59,2% hlut í því. Aðrir fjárfestar eru 138 talsins og eiga 20,4% hlut. Á fyrra ári voru aðrir fjárfestar 170 talsins með 23,0% hlut. Þá eru sjö erlendir fjárfestar í félaginu og eiga þeir 6,1% hlut.

 

 Flokkur Fjöldi hluta   Fjöldi hluthafa
 Einstaklingar 48.897.423 4,0%  498  73,7% 
 Lífeyrissjóðir 703.658.117  58,0%  33  4,9% 
 Erlendir fjárfestar 73.529.862 6,1%  7 1,0% 
 Aðrir fjárfestar 387.248.439 31,9%  138 20,4% 
 Eigin bréf 0,0%  0 0,0% 
 Hlutafé samtals 1.213.333.841 100,0%  676 100,0% 

 

Í næstu töflu hér á eftir má sjá dreifingu hluta í félaginu í árslok. Flestir hluthafar, 424 talsins, eiga 10.000-99.999 hluti eða 1,2% hlutafjár. Tveir stærstu hluthafarnir, með yfir 100.000.000 hluti hvor, eiga 23,2% í félaginu.

 

 Fjöldi hluta Fjöldi hluthafa   Fjöldi hluta
1-9.999  178 26,3%  734.215 0,1% 
10.000-99.999  307 45,4%  10.683.302 0,9% 
100.000-499.999  99 14,6%  18.151.659 1,5% 
500.000-999.999  24 3,6%  14.989.171 1,2% 
1.000.000-4.999.999  34 5,0%  63.003.247 5,2% 
5.000.000-9.999.999  11 1,6%  74.878.052 6,2% 
10.000.000-99.999.999  19 2,8%  545.467.884 45,0% 
> 100.000.000  4 0,6%  485.426.311 40,0% 
Samtals útistandandi  676 100,0%  1.213.333.841 100,0% 
Eigin bréf 0 0,0%  0 0,0% 
Samtals  676 100,0%  1.213.333.841 100,0% 

Aðalfundur

Aðalfundur Haga hf. árið 2019 verður haldinn þann 7. júní nk. og hefst hann kl. 09:00. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins og tillögur stjórnar hafa þegar verið auglýstar en niðurstöður fundarins verða birtar í Kauphöll og á vefsíðu félagsins strax að honum loknum.

Arðgreiðslustefna

Stjórn Haga hefur mótað arðgreiðslustefnu félagsins en hana má sjá í heild sinni hér.

Stjórn Haga mun leggja til á aðalfundi félagsins þann 7. júní nk. að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2018/19 sem nemi 50% hagnaðar ársins eða samtals 1.158,5 milljónum króna. Arðgreiðslan nemur því 0,955 kr. á hlut.

Fjárhagsdagatal

Eftirfarandi fjárhagsdagatal fyrir rekstrarárið 1. mars 2019 til 28. febrúar 2020 hefur verið samþykkt af stjórn félagsins:

 1. ársfjórðungur  28.06.2019
 2. ársfjórðungur  29.10.2019
 3. ársfjórðungur  20.01.2020
 4. ársfjórðungur  18.05.2020
 Aðalfundur 2019  09.06.2020