Um Haga

Þjónustu- og bensínstöðvar

Olíuverzlun Íslands ehf. (Olís) var stofnað árið 1927 og er því elsta fyrirtækið í samstæðu Haga. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti, auk skyndibita, ýmissa nauðsynjavara fyrir bílaeigendur, vörum til útivistar og ferðalaga ásamt fjölþættri þjónustu við sjávarútvegs-, verktaka- og flutningafyrirtæki um land allt.

Ur-safni.013

Hlutverk Olís er að vera verslunar- og þjónustufyrirtæki í fremstu röð á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Markmið fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum góðar og samkeppnishæfar vörur á samkeppnishæfu verði, ásamt sveigjanlegu sölu- og þjónustukerfi um land allt. 

Olís rekur 28 þjónustustöðvar vítt og breitt um landið undir vörumerki Olís, þar af 10 á höfuðborgarsvæðinu. Olís rekur einnig 40 ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar um land allt, þar af 8 á höfuðborgarsvæðinu og 32 á landsbyggðinni. Þá rekur Olís verslunina Rekstrarland. Í árslok voru 582 starfsmenn hjá fyrirtækinu í 427 stöðugildum.

22_A128648_1559316862433Framkvæmdastjórn Olís skipa (frá vinstri): Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Steingrímur H. Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri, og Sigurður Long, framkvæmdstjóri upplýsingatæknisviðs.