Um Haga

Hagar í tölum

Rekstrarafkoma ársins

Vörusala rekstrarársins nam 84.179 millj. kr., samanborið við 73.895 millj. kr. árið áður. Söluaukning félagsins í heild milli ára var því 13,9%, sem skýrist að stórum hluta af áhrifum Olís á síðasta ársfjórðungi. Án áhrifa af Olís er söluaukning félagsins 4,1%.

Í matvöruverslanahluta félagsins hefur seldum stykkjum fjölgað um 0,9% og viðskiptavinum hefur fjölgað um 2,0% milli ára.

Tólf mánaða meðaltal vísitölu neysluverðs milli rekstrarára hefur hækkað um 2,8% en hækkun vísitölunnar án húsnæðis var 1,4%. Vísitala innkaupa í erlendum gjaldmiðlum, þar sem vegnar eru innkaupamyntir Haga, sýnir umtalsverða veikingu íslensku krónunnar, eða um 6,0% á samanburðartímabilinu.

Framlegð félagsins var 20.007 millj. kr., samanborið við 18.318 millj. kr. áður eða 23,8% framlegðarhlutfall, samanborið við 24,8% á fyrra ári. Kostnaðarverðshækkunum hefur ekki verið velt út í verðlag og hafa viðskiptavinir því notið góðs af því.

 

  2018/19
1.3-28.2 
2017/18
1.3-28.2
Breyting
í millj. kr.
Breyting í %
Vörusala 84.179  73.895  10.284  13,9% 
Kostnaðarverð seldra vara (64.172)  (55.577)  (8.595)  15,5% 
Framlegð 20.007  18.318  1.689  9,2% 
Framlegð í % 23,8%  24,8%  -1,0% 
Aðrar rekstrartekjur 340  294  46  15,6% 
Laun og launatengd gjöld (9.194)  (8.103)  (1.091)  13,5% 
Launahlutfall 10,9%  11,0%  -0,1% 
Annar rekstrarkostnaður (6.422)  (6.284)  (138)  2,2% 
Kostnaðarhlutfall 7,6%  8,5%  - -0,9% 
Kostnaður vegna samruna (241)  (86)  (155)  180,2% 
Kostnaðarhlutfall 0,3%  0,1%  0,2% 
EBITDA 4.490  4.139  351  8,5% 
EBITDA % 5,3%  5,6%  -0,3% 
Afskriftir (1.300)  (1.122)  (178)  15,9% 
EBIT 3.190  3.017  173  5,7% 
Hrein fjármagnsgjöld (295)  (68)  (227)  333,8% 
Áhrif hlutdeildarfélaga (12)  20  (32)  -160,0% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 2.883  2.969  (86)  -2,9% 
Tekjuskattur (566)  (575)  -1,6% 
Heildarhagnaður 2.317  2.394  (77)  -3,2% 


Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 1.091 millj. kr. milli ára en hækkunin nemur um 13,5%. Hækkunina má að mestu leyti rekja til áhrifa Olís og kjarasamningshækkana á fyrri hluta árs 2018. Launahlutfallið er nú 10,9% en var 11,0% á fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður hækkaði um 293 millj. kr. milli ára og er kostnaðarhlutfallið nú 7,9%, samanborið við 8,6% á fyrra ári. Á rekstrarárinu voru gjaldfærðar 241 millj. kr. vegna kostnaðar við samruna auk 50 millj. kr. vegna tapaðra viðskiptakrafna í heildsöluhluta félagsins. Sérstök 115 millj. kr. gjaldfærsla vegna birgða í Hagkaup var færð á fjórða ársfjórðungi. Á fyrra ári voru gjaldfærðar 86 millj. kr. vegna samruna en auk þess var gjaldfærður leigusamningur vegna Holtagarða að upphæð 445 millj. kr. Án einskiptiskostnaðar hefur annar rekstrarkostnaður því hækkað um 533 millj. kr. milli ára, sem má rekja til áhrifa Olís og DGV á seinasta ársfjórðungi. 

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 4.490 millj. kr., samanborið við 4.139 millj. kr. árið áður. EBITDA-hlutfall er 5,3%, samanborið við 5,6% árið áður. Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA), án einskiptiskostnaðar, sérstakrar gjaldfærslu birgða og áhrifa af samuna Olís og DGV, nam 4.676 millj., en útgefin EBITDA-áætlun félagsins var 4.600-4.700 millj. kr.

Sala og EBITDA (í millj. kr.)

Sala og Ebitda 2019

 

Afskriftir ársins námu 1.300 millj. kr. samanborið við 1.122 millj. kr. ári áður. Hækkun milli ára skýrist af áhrifum Olís og DGV. Sama má segja um fjármagnsgjöld en þau hafa hækkað um 227 millj. kr. milli ára sem skýrist af auknum skuldum vegna kaupa félagsins á Olís og DGV.

Hagnaður rekstrarársins fyrir tekjuskatt nam 2.883 millj. kr., samanborið við 2.969 millj. kr. árið áður. Hagnaður rekstrarársins nam 2.317 millj. kr., sem jafngildir um 2,75% af veltu, en hagnaður á fyrra ári var 2.394 millj. kr. Grunnhagnaður á hlut var 2,05 kr., samanborið við 2,11 kr. á fyrra ári.

Efnahagsreikningur og sjóðstreymi ársins

Heildareignir félagsins í lok rekstrarársins námu 50.851 millj. kr. Fastafjármunir voru 34.896 millj. kr. og veltufjármunir 15.955 millj. kr. Félagið fjárfesti í fastafjármunum fyrir 1.288 millj. kr. á rekstrarárinu. Birgðir í árslok voru 7.746 millj. kr. en 4.574 millj. kr. á sama tíma á fyrra ári en hækkunina má að mestu skýra af áhrifum Olís.

  28.2.2019  28.2.2018  Breyting í
millj. kr.
 Eignir
Rekstrarfjármunir 19.430  10.733  8.697 
Fjárfestingarfasteignir 3.863  1.530  2.333 
Óefnislegar eignir 10.323  8.101  2.222 
Aðrir fastafjármunir  1.280  1.280 
 Eignir til sölu 430  430 
Vörubirgðir 7.746  4.574  3.172 
Viðskiptakröfur 7.043  4.224  2.819 
Handbært fé 736  222  514 
Eignir samtals 50.851  29.384  21.467 
       
Eigið fé og skuldir 
Hlutafé 1.213  1.103  110 
Annað eigið fé 23.066  16.854  6.212 
Eigið fé samtals 24.279  17.957  6.322 
       
Langtímaskuldir 6.877  2.935  3.942 
Vaxtaberandi skammtímaskuldir 8.431  771  7.660 
Aðrar skammtímaskuldir 11.264  7.721  3.543 
Skuldir samtals 26.572  11.427  15.145 
       
Eigið fé og skuldir samtals 50.851  29.384  21.467 

Nýting rekstrarfjármuna (í dögum)

Nýting rekstrarfjármuna 2019

 

Eigið fé félagsins var 24.279 millj. kr. í lok rekstrarársins og eiginfjárhlutfall 47,7%. Heildarskuldir voru 26.572 millj. kr., þar af voru langtímaskuldir 6.877 millj. kr. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok rekstrarársins voru 12.289 millj. kr. eða 2,7x EBITDA, en þar ber að hafa í huga að afkoma og rekstur Olís er einungis hluti af samstæðu Haga á síðasta ársfjórðungi. Af vaxtaberandi skuldum eru 8.431 millj. kr. á gjalddaga innan árs. Unnið er að endurfjármögnun á þeim hluta skulda félagsins.

Skuldsetning (í millj. kr.)

Skuldsetning-2019_1559051644170

 

Eigið fé (í millj. kr.)

Eigid-fe-2019_1559046535270

 

Handbært fé frá rekstri á rekstrarárinu nam 2.882 millj. kr., samanborið við 2.938 millj. kr. á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar rekstrarársins voru 6.249 millj. kr. en þar af voru kaup Haga á Olís og DGV að upphæð 4.967 millj. kr. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 3.881 millj. kr. en á rekstrarárinu voru nýjar vaxtaberandi skuldir 5.831 millj. kr. vegna kaupa félagsins á Olís og DGV. Þá var greiddur arður að upphæð 1.129 millj. kr.

Handbært fé í lok rekstrarársins var 736 millj. kr., samanborið við 222 millj. kr. árið áður og hækkaði handbært fé því um 514 millj. kr. á rekstrarárinu.

Sjóðsteymisyfirlit (í millj. kr.)

Sjodsteymisyfirlit-2019_1559047966596

 

Helstu lykiltölur má finna hér.