Stjórnarhættir

Stjórn

Kristín Friðgeirsdóttir (f. 1971)

Kristin

Kristín er formaður stjórnar en hún var fyrst kjörin í stjórn Haga þann 11. maí 2011. Kristín er með Ph.D.-gráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford University, M.Sc.-gráðu í rekstrar- og fjármálaverkfræði frá Stanford University og B.Sc.-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Kristín kennir við London Business School og stundar ráðgjöf, rannsóknir og kennslu á sviði ákvarðanatöku, áhættustýringar, verðlagningar og tekjustýringar. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey, Intel, AMD, Yahoo og öðrum internet- og fjármálafyrirtækjum og kennir stjórnendum erlendra fyrirtækja ákvarðanatöku, s.s. Mars, Lufthansa, Oman Oil og Lloyds. Kristín situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík og er stjórnarmaður í Tryggingamiðstöðinni hf., Völku ehf., Distica hf. og Bolmagni ehf. (varamaður). Hvorki Kristín né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Erna Gísladóttir (f. 1968)

Erna

Erna var fyrst kjörin í stjórn Haga þann 1. mars 2010. Hún er með MBA-gráðu frá IESE í Barcelona og B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Erna er forstjóri og eigandi BL ehf. og er ræðismaður Suður-Kóreu á Íslandi. Erna var forstjóri Bifreiða & landbúnaðarvéla hf. 2003-2008 og einn af eigendum þess félags, en hún var framkvæmdastjóri hjá B&L 1991-2003. Erna situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Eldhúsvörur ehf., BLIH eignarhald hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf., EGG ehf., BL ehf., Umbreyting slhf., EGG fasteignir ehf. (varamaður) og Hregg ehf. (varamaður). Erna á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hún er fjárhagslega tengd Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem eiga 6.888.889 hluti í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Stefán Árni Auðólfsson (f. 1972)

Stefan-Arni

Stefán Árni var fyrst kjörinn í stjórn Haga þann 7. júní 2013. Hann er menntaður lögfræðingur (Cand. jur) frá Háskóla Íslands og er með framhaldsmenntun frá Háskólanum í Kent í Bretlandi. Stefán Árni hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður og próf í verðbréfaviðskiptum. Stefán Árni starfar sem lögmaður hjá LMB lögmönnum slf. Stefán Árni hefur áður sinnt störfum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 2005-2011, á nefndasviði Alþingis 2003-2005 og hjá Fortis lögmannsstofu 1999-2002. Stefán Árni situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hváll ehf., Kistill ehf., Gamli Byr eignarhaldsfélag ehf., Egla hf. og GGX ehf. (varamaður). Hvorki Stefán Árni né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Sigurður Arnar Sigurðsson (f. 1964)


Sigurdur

Sigurður Arnar er varaformaður stjórnar en hann var fyrst kjörinn í stjórn Haga þann 5. júní 2014. Hann hefur Cand. Oecon-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Sigurður Arnar er forstjóri eigin fyrirtækis sem sinnir ráðgjafa- og fjárfestingastarfsemi. Sigurður Arnar var áður forstjóri Húsamiðjunnar 2010-2013, forstjóri Kaupáss 2004-2006, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Byko 2000-2004 og framkvæmdastjóri Elko 1997-2000. Á árunum 1993-1996 var Sigurður Arnar eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækis í matvælaiðnaði og 1990-1993 starfaði hann við endurskoðun hjá Arthur Andersen og KPMG ehf. Sigurður Arnar er varamaður í stjórnum Framsýnar ehf. og Formus ehf. Hvorki Sigurður Arnar né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.