Um Haga

Hagar í tölum

Rekstrarafkoma ársins

 

Vörusala rekstrarársins nam 73.895 millj. kr., samanborið við 80.521 millj. kr. árið áður. Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var því 8,2%. Sölusamdráttur félagsins í heild, að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi, var 4,4% milli ára. Aflögð starfsemi var verslun Debenhams í Smáralind, Korpu-outlet, Útilíf í Glæsibæ, Hagkaup í Holtagörðum, efri hæð Hagkaups Kringlu og tískuverslanir í Smáralind og Kringlu. Samanburður á sölu milli ára í matvöruverslanahluta félagsins var sem hér segir:

Matvöruverslanir félagsins  Sala  Magn  Fjöldi viðskiptavina
Breyting milli ára %  -6,8%  -3,3%  -1,4%
Breyting milli ára %,
m.t.t. aflagðrar starfsemi
 -4,5%  -2,6%  1,0%

Tólf mánaða meðaltal vísitölu neysluverðs milli rekstrarára hefur hækkað um 1,82% en lækkun vísitölunnar án húsnæðis var 2,21%. Vísitala innkaupa í erlendum gjaldmiðlum, þar sem vegnar eru innkaupamyntir Haga, sýnir umtalsverða styrkingu íslensku krónunnar, eða um 9,4% á samanburðartímabilinu.

Framlegð félagsins var 18.318 millj. kr., samanborið við 19.992 millj. kr. en framlegðarhlutfallið er það sama og á fyrra ári, 24,8%.

 

 

  2017/18
1.3 - 28.02
2016/17
1.3 - 28.02
Breyting
í millj. kr.
Breyting í %
Vörusala 73.895  80.521 (6.626) -8,2%
Kostnaðarverð seldra vara (55.577)  (60.529) 4.952 -8,2%
Framlegð 18.318  19.992 (1.674) -8,4%
Framlegð í % 24,8%  24,8% - 0,0%
Aðrar rekstrartekjur 294  256 38 14,8%
Laun og launatengd gjöld (8.103)  (7.847) (256) 3,3%
Launahlutfall 11,0%  9,7% - 1,2%
Annar rekstrarkostnaður (6.370)  (6.377) 7 -0,1%
Kostnaðarhlutfall 8,6%  7,9% - 0,7%
EBITDA 4.139  6.024 (1.885) -31,3%
EBITDA % 5,6%  7,5% - -1,9%
Skaðabætur 265 (265) -100,0%
Afskriftir (1.122)  (1.225) 103 -8,4%
EBIT 3.017  5.064 (2.047) -40,4%
Hrein fjármagnsgjöld (68)  (23) (45) 195,7%
 Áhrif hlutdeildarfélaga 20  20 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 2.969  5.041 (2.072) -41,1%
Tekjuskattur (575)  (1.005) 430 -42,8%
Heildarhagnaður 2.394  4.036 (1.642) -40,7%

 

Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 255 millj. kr. milli ára en hækkunin nemur um 3,3%. Launahlutfallið er nú 11,0% en var 9,7% á fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 7 millj. kr. milli ára og er kostnaðarhlutfallið nú 8,6%, samanborið við 7,9% á fyrra ári. Kostnaðarhlutfallið í heild hækkar úr 17,7% í 19,6%. Á rekstrarárinu voru gjaldfærðar 445 millj. kr. í húsnæðiskostnað vegna íþyngjandi leigusamninga. Um er að ræða leigusamning vegna húsnæðis Hagkaups í Holtagörðum en versluninni þar hefur verið lokað. Leigusamningurinn gildir út nóvember 2020. 

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 4.139 millj. kr., samanborið við 6.024 millj. kr. árið áður. EBITDA hlutfall er 5,6%, samanborið við 7,5% árið áður.

 

Sala og EBITDA (í millj. kr.)

Sala og ebitda

 

 

Afskriftir ársins námu 1.122 millj. kr. samanborið við 1.225 millj. kr. ári áður. Afskriftir hafa hækkað nokkuð sl. tvö ár sem skýrist aðallega af lokun og breytingu verslana, auk aukinna fjárfestinga í fasteignum.

Hagnaður rekstrarársins fyrir tekjuskatt nam 2.969 millj. kr., samanborið við 5.041 millj. kr. árið áður. Hagnaður rekstrarársins nam 2.394 millj. kr., sem jafngildir um 3,2% af veltu, en hagnaður á fyrra ári var 4.036 millj. kr. Grunnhagnaður á hlut var 2,11 kr., samanborið við 3,46 kr. á fyrra ári.

 

Efnahagsreikningur og sjóðstreymi ársins

 

Heildareignir samstæðunnar í lok rekstrarársins námu 29.384 millj. kr. Fastafjármunir voru 20.364 millj. kr. og veltufjármunir 9.020 millj. kr. Félagið fjárfesti í rekstrarfjármunum fyrir 2.478 millj. kr. á árinu en stærstu verkefnin voru breytingar á verslun Hagkaups í Kringlu, Bónus á Smáratorgi og breyting á verslun Zara í Smáralind. Birgðir voru 4.574 millj. kr. í árslok og veltuhraði birgða 12,4.

 

  28.02.18   28.02.17 Breyting í
millj. kr.
 Eignir
Rekstrarfjármunir 10.733  9.364 1.369
 Fjárfestingarfasteignir 1.530  1.563  (33) 
Óefnislegar eignir 8.101  7.950 151
Vörubirgðir 4.574  4.419 155
Kröfur 4.224  4.339 (115)
Handbært fé 222  2.474 (2.252)
Eignir samtals 29.384  30.109 (725)
       
Eigið fé og skuldir 
Hlutafé 1.103  1.153 (50)
Annað eigið fé 16.854  16.259 595
Eigið fé samtals 17.957  17.412 545
       
Langtímaskuldir 2.935 

3.587

(652)
Vaxtaberandi skammtímaskuldir 777  767 4
Aðrar skammtímaskuldir 7.721  8.343 (622)
Skuldir samtals 11.427  12.697 (1.270)
       
Eigið fé og skuldir samtals 29.384  30.109 (725)

Nýting rekstrarfjármuna (í dögum)

Nýting rekstrarfjármuna

 

 

Eigið fé félagsins var 17.957 millj. kr. í lok rekstrarársins og eiginfjárhlutfall 61,1%. Heildarskuldir samstæðunnar voru 11.427 millj. kr., þar af voru langtímaskuldir 2.935 millj. kr. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok rekstrarársins voru 2.766 millj. kr. eða 0,7x EBITDA. Alls voru greiddar afborganir að fjárhæð 767 millj. kr. inn á langtímalán félagsins á rekstrarárinu.

 

Skuldsetning (í millj. kr.)

Skuldsetning

 

Eigið fé (í millj. kr.)

Eigid fé

 

 

Handbært fé frá rekstri á rekstrarárinu nam 2.938 millj. kr., samanborið við 5.823 millj. kr. á fyrra ári, en 765 millj. kr. voru greiddar í tekjuskatt á rekstrarárinu. Fjárfestingarhreyfingar rekstrarársins voru 2.574 millj. kr. Fjármögnunarhreyfingar voru 2.616 millj. kr. en á rekstrarárinu keypti félagið eigin bréf fyrir 1.849 millj. kr.

 

 

Handbært fé í lok rekstrarársins var 222 millj. kr., samanborið við 2.474 millj. kr. árið áður og lækkaði handbært fé því um 2.252 millj. króna á rekstrarárinu.

 

Sjóðsteymisyfirlit (í millj. kr.)

Sjóðstreymisyfirlit

 

Helstu lykiltölur má finna hér.