Stjórn

Erna Gísladóttir (f. 1968)

Erna

Erna er formaður stjórnar en hún var fyrst kjörin í stjórn Haga þann 1. mars 2010. Hún er með MBA-gráðu frá IESE í Barcelona og B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Erna er forstjóri og eigandi BL ehf. og er ræðismaður Suður-Kóreu á Íslandi. Erna var forstjóri Bifreiða & landbúnaðarvéla hf. 2003-2008 og einn af eigendum þess félags, en hún var framkvæmdastjóri hjá B&L 1991-2003. Erna situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Eldhúsvörur ehf., EGG ehf., BL ehf., Umbreyting slhf., EGG fasteignir ehf. (varamaður), Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (varamaður) og Hregg ehf. (varamaður). Erna á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hún er fjárhagslega tengd EGG ehf. sem eiga 9.200.000 hluti í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Davíð Harðarson (f. 1976)

David

Davíð er varaformaður stjórnar en hann var fyrst kjörinn í stjórn Haga þann 6. júní 2018. Davíð er með M.Sc- gráðu í fjármálum frá University of Florida, Cand.Oecon- gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Davíð starfar sem fjármálastjóri Nordic Visitor. Hann var forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Nordic Visitor 2017, framkvæmdastjóri rekstar hjá Tommi's Burger Joint 2016, fjármálastjóri Elkem Ísland 2013-2016 og verkefnastjóri á fjármálasviði Elkem Ísland 2009-2013. Frá árinu 2004 til 2009 starfaði Davíð sem framkvæmdastjóri á eignastýringarsviði Landsbanka Íslands og sem sjóðsstjóri á árunum 2000-2003. Hann situr í stjórnum Nordic Visitor hf., Magmahótel ehf., Terra Nova Sól ehf. og Libra Investment ehf. Davíð á 141.485 hluti í Högum hf. Engir aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Eiríkur s. Jóhannsson  (f. 1968)

Eirikur

Eiríkur var kjörinn í stjórn Haga hf. þann 18. janúar 2019. Hann er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og lagði hann stund á framhaldsnám í fjármálum og alþjóðahagfræði við Vanderbilt University á árunum 1992-1994. Eiríkur tók við sem forstjóri Slippsins á Akureyri árið 2015. Áður var hann framkvæmdastjóri Steinvirkis hf., dótturfélags Glitnis banka frá 2008, og þar áður forstöðumaður og framkvæmdastjóri hjá Baugi Group hf. Á árunum 2004-2005 var Eiríkur forstjóri Og Vodafone hf. og Dagsbrúnar hf. Áður hefur hann starfað sem forstjóri Fjárfestingafélagsins Kaldbaks, Kaupfélags Eyfirðinga sem og verið svæðisstjóri Landsbanka Íslands. Eiríkur er stjórnarformaður Samherja hf. og Samherja Holding ehf. auk félaga innan samstæðu þeirra. Hann er stjórnarmaður í Dysnesi þróunarfélagi og í stjórn og varastjórn Lítá ehf., Heir ehf. og Fjárhúsa ehf. Eiríkur á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hann er fjárhagslega tengdur Samherja hf. sem á 51.211.948 hluti í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagins og samkeppnisaðila.

katrín olga jóhannesdóttir (f. 1962)

Katrin

Katrín Olga var kjörin í stjórn Haga hf. þann 18. janúar 2019. Hún er með Cand.Oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í viðskiptum frá Odense Universitet og nám í „corporate finance“ við London Business School. Hún hefur gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum, þar á meðal sem stjórnarformaður og meðeigandi Já hf., framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Skipta, framkvæmdastjóri einstaklingsmarkaðs Símans, framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans og framkvæmdastjóri Navision Software Ísland. Þá var Katrín Olga formaður Viðskiptaráðs Íslands árin 2016-2020. Katrín Olga situr í stjórn eftirtalinna fyrirtækja: Landsnet hf., Kría konsulting ehf. og Vörður tryggingar hf. Hún situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík, í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingasjóðs og tekur þátt í samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Katrín Olga hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja, þar á meðal Icelandair Group, Ölgerðarinnar og Advania. Hvorki Katrín Olga né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Stefán Árni Auðólfsson (f. 1972)

Stefan-Arni

Stefán Árni var fyrst kjörinn í stjórn Haga þann 7. júní 2013. Hann er menntaður lögfræðingur (Cand. jur) frá Háskóla Íslands og er með framhaldsmenntun frá Háskólanum í Kent á Bretlandi. Stefán Árni hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður og próf í verðbréfaviðskiptum og starfar sem lögmaður hjá LMB Mandat slf. Stefán Árni hefur áður sinnt störfum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 2005-2011, á nefndasviði Alþingis 2003-2005 og hjá Fortis lögmannsstofu 1999-2002. Stefán Árni situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hváll ehf. og Gamli Byr eignarhaldsfélag ehf. Hvorki Stefán Árni né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Stjórn hefur lagt mat á óhæði stjórnarmanna gagnvart stórum hluthöfum og daglegum stjórnendum félagsins og teljast allir stjórnarmenn vera óháðir.