Um Haga

Stærstu verkefni ársins

Kaup á 90% hlut í reykjavíkur apóteki ehf. og 100% hlut í mjöll frigg ehf.

Þann 7. mars 2019 undirrituðu Hagar samning um kaup á 90% hlutafjár í Reykjavíkur Picture9Apóteki. Kaupsamningurinn var undirritaður með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þann 30. ágúst 2019 samþykkti Samkeppniseftirlitið samrunann og afhending og greiðsla kaupverðs fór fram þann 5. september 2019. Kaupverðið var greitt í reiðufé. Áhrif kaupanna á rekstrarreikning og efnahagsreikning Haga hf. koma fram frá og með 5. september 2019. Yfirteknir rekstrarfjármunir við samrunann nema 2 millj. kr. Eignfærð viðskiptavild vegna kaupanna er 68 millj. kr.

Þann 3. janúar 2020 samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup dótturfélagsins Olís á öllu hlutafé í Mjöll Frigg ehf. Kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir 29. apríl 2019 með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppnis-eftirlitsins. Fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar var aflétt í júní 2019. Afhending félagsins fór fram á greiðsludegi, þann 7. janúar 2020. Kaupverð var greitt í reiðufé. Yfirteknir rekstrarfjármunir við samrunann nema 25 millj. kr. og yfirtekin viðskiptavild við samrunann er 8 millj. kr. Eignfærð viðskiptavild vegna kaupanna er 195 millj. kr.

Picture8

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum á árinu námu 5.006 milljónum króna. Fjárfest var í tveimur fasteignum, auk þess sem bygging 4.440 m2 kæli- og frystivöruhúss í Korngörðum er nokkuð á veg komin. Fjárfest var í 1.660 m2 fasteign að Bjarkarholti 7-9 í Mosfellsbæ en verslun Bónus flutti starfsemi sína í Mosfellsbæ í hið nýja húsnæði í september sl. Þá var fjárfest í fasteign sem hýsir verslun Hagkaups á Eiðistorgi. Auk flutnings á verslun Bónus í Mosfellsbæ var opnuð ný og glæsileg 1.400 m2 verslun Bónus á Garðatorgi í Garðabæ í byrjun rekstrarárs.

Ný Olís bensínstöð var opnuð í Varmahlíð í september 2019 þegar bensíndælur voru fluttar á nýjan stað. Auk þess var öll stöðin endurnýjuð að innan og lauk þeim framkvæmdum í apríl 2019. Í september opnaði Olís einnig nýja ÓB sjálfsafgreiðslustöð í Vík í Mýrdal. Stöðin hentar vel bæði fólksbílum, sem og atvinnubifreiðum, þar sem gott pláss er á stöðinni. Einnig var reist verslunar- og þjónustuhúsnæði á lóðinni sem leigt er undir veitinga- og ferðaþjónusturekstur þriðja aðila. Ný ÓB stöð var opnuð á Sjafnargötu á Akureyri í febrúar sl. en sú stöð hentar einnig sérstaklega vel fyrir stórar atvinnubifreiðar.

Í byrjun febrúar opnaði Reykjavíkur Apótek nýtt og glæsilegt apótek í Skeifunni 11, þar sem Bónusverslun er einnig til húsa, en fasteignin er í eigu Haga.

Innleiðing sjálfsafgreiðslukassa hélt áfram á rekstrarárinu. Innleiðingin hefur gengið vonum framar og er henni nú lokið í 14 Bónusverslunum og sjö Hagkaupsverslunum, eða samtals 21 af 40 verslunum. Sjálfsafgreiðslukassarnir hafa leitt til aukinna afkasta á álagstímum, auk mikillar hagkvæmni í rekstri. Viðskiptavinir eru ánægðir og er hlutfall afgreiðslufjölda í gegnum sjálfsafgreiðslukassa á bilinu 35-60%.

Auk þeirra verkefna sem hér hafa verið talin upp var töluverð endurnýjun á eldri verslunum, auk þess sem Olís og Hagkaup fluttu skrifstofur sínar í Skútuvog 5 á árinu. Þá var nokkur fjárfesting vegna breytinga á vöruhúsastarfsemi félagsins.

Picture5

endurfjármögnun samstæðunnar

Á rekstrarárinu var unnið að endurfjármögnun samstæðunnar en um 7 ma.kr. greiðslur af lánum, sem voru á gjalddaga í október og nóvember 2019, voru greiddar 7. október 2019 þegar félagið lauk skuldabréfaútboði. Skuldabréfaútboðið er í verðtryggðum flokki, annars vegar að nafnverði 5,5 ma.kr. og hins vegar í óverðtryggðum flokki að nafnverði 2,5 ma.kr. Auk þess hefur samstæðan tryggt sér fjármögnun í formi lánalína að fjárhæð 4,5 ma.kr. og USD 12,5 millj. til að mæta skammtímasveiflum í rekstri. Hin nýju skuldabréf voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland 17. febrúar 2020.

Verðtryggði skuldabréfaflokkurinn ber fasta 2,8% verðtryggða vexti en flokkurinn er tryggður með veði í lykilfasteignum Haga. Hann er til 10 ára með jöfnum afborgunum á 3 mánaða fresti. Endurgreiðsluferli afborgana fylgir 30 ára greiðsluferli. Flokkurinn er stækkanlegur í allt að 15 ma.kr. Óverðtryggði skuldabréfaflokkurinn ber fasta 4,65% vexti og er tryggður með veði í þróunareignum Haga. Hann er til 2 ára með einum gjalddaga höfuðstóls. Vextir greiðast á 3 mánaða fresti. Aðrar vaxtaberandi skuldir samstæðunnar eru óverðtryggðar með breytilegum vöxtum. 

samruni haga og olís

Samruni Haga og Olís hefur gengið vel og eru verkefnin flest vel á veg komin. Stærstu verkefnin tengjast skipulagsbreytingum og húsnæðismálum, þar sem vöruhúsamál er stærsta einstaka verkefnið. Auk þess var flutningur og samhæfing á skrifstofum Olís og Hagkaups á rekstrarárinu. Árlegur sparnaður í húsnæðiskostnaði vegna skrifstofuflutnings er 140-150 milljónir króna. Sparnaður í húsnæðiskostnaði vegna breytinga á vöruhúsastarfsemi er um 50 milljónir króna ári, en þau áhrif telja frá og með 1. mars 2021.

Endurkaupaáætlun

Þrjár endurkaupaáætlanir voru settar í framkvæmd á rekstrarárinu 2019/20. Heildarendurkaup á eigin hlutum á rekstrarárinu námu samtals 23,6 milljón hlutum og var kaupverð hinna keyptu hluta samtals 1.030 milljónir króna.