Um Haga

Hagar í tölum

Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2019/20, þ.e. tímabilið 1. mars 2019 til 29. febrúar 2020, var samþykktur og birtur þann 18. maí 2020.

Áhrif af rekstri Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís) og DGV ehf. á samstæðuna komu fyrst fram þann 1. desember 2018, þ.e. í upphafi fjórða ársfjórðungs 2018/19. Samanburðarfjárhæðum fyrri tímabila, þ.e. fyrstu þriggja ársfjórðunga rekstrarársins 2018/19, hefur ekki verið breytt og innifela þær því ekki rekstraráhrif af hinum nýju félögum.

Þann 1. mars 2019 var innleiddur alþjóðlegur reikningsskilastaðall IFRS 16 Leigusamningar í reikningsskil samstæðunnar. Samkvæmt nýja staðlinum er eign (réttur til að nota hina leigðu eign) og skuld vegna greiðslu leigu færð í efnahagsreikning. Leigueign í lok rekstrarárs var 9.435 milljónir króna og leiguskuld 10.167 milljónir króna. Áhrif staðalsins á rekstrarreikning ársins er 2.238 milljónir króna hækkun á EBITDA, 1.720 milljón króna hækkun á afskriftum og 564 milljón króna hækkun á vaxtagjöldum.

Rekstrarafkoma ársins 2019/20

Vörusala tímabilsins nam 116.357 milljónum króna, samanborið við 84.179 milljónir króna árið áður. Söluaukning tímabilsins milli ára er 38,2% og skýrist að mestu leyti af áhrifum Olís. Án áhrifa Olís er söluaukning félagsins 4,5% en söluaukning er m.a. í Bónus, þrátt fyrir fækkun verslana milli rekstrarára.

Tólf mánaða meðaltal vísitölu neysluverðs milli rekstrarára hefur hækkað um 2,83% en hækkun vísitölunnar án húsnæðis var 2,56%. Vísitala innkaupa í erlendum gjaldmiðlum, þar sem vegnar eru innkaupamyntir Haga, sýnir veikingu íslensku krónunnar, eða um 1,7% á samanburðartímabilinu.

Framlegð félagsins var 25.806 milljónir króna, samanborið við 20.007 milljónir króna árið áður eða 22,2% framlegð samanborið við 23,8% á fyrra ári. Rekstrarkostnaður í heild hækkar um 1.543 milljónir króna sem skýrist að mestu af áhrifum Olís en til frádráttar eru leigugreiðslur sem tekjufærðar eru vegna IFRS 16 leigustaðals að upphæð 2.238 milljónir króna. Kostnaðarhlutfallið lækkar milli ára úr 18,8% í 15,0%. Án áhrifa IFRS 16 er kostnaðarhlutfallið nú 16,9%.

  2019/20
01.03-29.02 
2018/19
01.03-28.02
Breyting
í millj. kr.
Breyting
í %
Vörusala 116.357  84.179  32.178  38,2% 
Kostnaðarverð seldra vara (90.551)  (64.172)  (26.379)  41,1% 
Framlegð 25.806  20.007  5.799  29,0% 
Framlegð í % 22,2%  23,8%  -1,6% 
Aðrar rekstrartekjur 484  340  144  42,4% 
Laun og launatengd gjöld (12.087)  (9.194)  (2.893)  31,5% 
Launahlutfall 10,4%  10,9%  -0,5% 
Annar rekstrarkostnaður (5.313)  (6.663)  1.350  -20,3% 
Kostnaðarhlutfall 4,6%  7,9%  - -3,3% 
EBITDA 8.890  4.490  4.400  98,0% 
EBITDA % 7,6%  5,3%  2,3% 
Afskriftir (3.927)  (1.300)  (2.627)  202,1% 
EBIT 4.963  3.190  1.773  55,6% 
Hrein fjármagnsgjöld (1.327)  (295)  (1.032)  349,8% 
Áhrif hlutdeildarfélaga 139  (12)  151  -1258,3% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 3.775  2.883  892  30,9% 
Tekjuskattur (721)  (566)  (155)  27,4% 
Heildarhagnaður 3.054  2.317  737  31,8% 

 

Án áhrifa IFRS 16:  2019/20
01.03-29.02
 2018/19
01.03-28.02
Breyting
í millj. kr.
Breyting
í %
Annar rekstrarkostnaður    (7.551)  (6.663)  (888)  13,3% 
EBITDA  6.652  4.490  2.162  48,2% 
Afskriftir (2.207)  (1.300)  (907)  69,8% 
Hrein fjármagnsgjöld (763)  (295)  (468)  158,6% 
Heildarhagnaður  3.100  2.317  783  33,8% 

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 8.890 milljónum króna, samanborið við 4.490 milljónir króna árið áður. EBITDA-hlutfall var 7,6%, samanborið við 5,3% árið áður. EBITDA afkoma án áhrifa IFRS 16 var 6.652 milljónir króna og EBITDA-hlutfall 5,7%.

Sala og EBITDA (í millj. kr.)

Sala og EBITDA

 

EBITDA Brú (Í MILLJ. KR.)

EBITDA Brú

 

Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 3.054 milljónum króna, sem jafngildir 2,6% af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 2.317 milljónir króna eða 2,8% af veltu.

Efnahagsreikningur og sjóðstreymi ársins

Heildareignir samstæðunnar í lok rekstrarárs námu 62.708 milljónum króna. Fastafjármunir voru 47.554 milljónir króna en þar af er leigueign 9.435 milljónir króna. Veltufjármunir voru 15.154 milljónir króna en þar af eru birgðir 8.380 milljónir króna.

  29.2.2020  28.2.2019  Breyting í
millj. kr.
 Eignir
Rekstrarfjármunir 21.985  19.430  2.555 
Fjárfestingarfasteignir 4.386  3.863  523 
Óefnislegar eignir 10.531  10.323  208 
Leigueignir 9.435  9.435 
Aðrir fastafjármunir  1.217  1.280  (63) 
Eignir til sölu 430  (430) 
Vörubirgðir 8.380  7.746  634 
Viðskiptakröfur 4.542  7.043  (2.501) 
Handbært fé 2.232  736  1.496 
Eignir samtals 62.708  50.851  11.857 
       
Eigið fé og skuldir 
Hlutafé 1.189  1.213  (24) 
Annað eigið fé 23.397  23.066  331 
Samtals 24.586  24.279  307 
Hlutdeild minnihluta
Eigið fé samtals 24.587  24.279  308 
       
Langtímaskuldir 22.362  6.877  15.485 
Vaxtaberandi skammtímaskuldir 442  7.631  (7.189) 
Skuldir við lánastofnanir  1.273  800  473 
Aðrar skammtímaskuldir 14.045  11.264  2.781 
Skuldir samtals 38.122  26.572  11.550 
       
Eigið fé og skuldir samtals 62.708  50.851  11.857 

Nýting rekstrarfjármuna (í dögum)

Nýting rekstrarfjármuna

 

Eigið fé í lok tímabilsins var 24.587 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 39,2%. Heildarhlutafé í lok rekstrarárs nam 1.213 milljónum króna og á félagið eigin hluti að nafnverði 24 milljónir króna.

Heildarskuldir samstæðunnar voru 38.122 milljónir króna í lok rekstrarárs en þar af voru langtímaskuldir 22.362 milljónir króna. Leiguskuldir voru samtals 10.167 milljónir króna. Vaxtaberandi skuldir voru samtals 13.897 milljónir króna og nettó vaxtaberandi skuldir 11.665 milljónir króna, eða 1,3x12 mánaða EBITDA. Veltufjárhlutfall var 0,96.

Skuldsetning (í millj. kr.)

Skuldsetning

 

Eigið fé (í millj. kr.)

Eigið fé

 

Handbært fé frá rekstri á rekstrarárinu nam 9.828 milljónum króna, samanborið við 2.882 milljónir króna á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru 5.221 milljón króna, samanborið við 6.249 milljónir króna á fyrra ári. Fjármögnunarhreyfingar voru 3.111 milljónir króna, samanborið við jákvæða fjármögnunarhreyfingu að fjárhæð 3.881 milljónir króna á fyrra ári. Handbært fé í lok tímabilsins var 2.232 milljónir króna, samanborið við 736 milljónir króna árið áður.

Sjóðsteymisyfirlit (í millj. kr.)

Sjóðstreymisyfirlit

 

Helstu lykiltölur má finna hér.