Stjórnarhættir

Framkvæmdastjórn

Finnur Árnason (f. 1961)

Finnur

Finnur er forstjóri Haga. Hann er með MBA-gráðu frá University of Hartford og Cand. Oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Finnur hefur verið forstjóri Haga frá árinu 2005. Hann var áður framkvæmdastjóri Hagkaups árin 2000-2005 og framkvæmdastjóri Nýkaups 1998-2000. Finnur var sölu- og markaðsstjóri Sláturfélags Suðurlands 1989-1998 og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Góðs fólks 1987-1989. Finnur situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Noron ehf., Ferskar kjötvörur ehf., Hagar verslanir ehf., Íshöfn ehf., Eignarhaldsfélagið Dagar ehf. og M50 ehf. Finnur á 4.163.557 hluti í Högum hf. Aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga ekki hluti í félaginu. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Guðrún Eva Gunnarsdóttir (f. 1978)

Gudrun-Eva

Guðrún Eva er fjármálastjóri Haga. Hún er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðrún Eva var ráðin fjármálastjóri Haga í maí 2010. Þá hafði hún gegnt starfi fjármálastjóra Hagkaups frá árinu 2007 og starfi fjármálastjóra Banana og Ferskra kjötvara 2006-2007. Fram að þeim tíma starfaði hún á aðalskrifstofu Haga 2005-2006 en í fjárhagsdeild 10-11 og sérvörusviðs Haga (áður Baugs) árin 2001-2005. Guðrún Eva situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Noron ehf., Ferskar kjötvörur ehf., Hagar verslanir ehf. (varamaður), Íshöfn ehf. (varamaður), Eignarhaldsfélagið Dagar ehf. (varamaður) og Record Records ehf. (varamaður). Hvorki Guðrún Eva né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Guðmundur Marteinsson (f. 1965)

Gudmundur

Guðmundur er framkvæmdastjóri Bónus. Hann er menntaður vélstjóri frá Vélskóla Íslands og stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Guðmundur hóf störf hjá Bónus árið 1992 og hefur gengið þar í öll störf. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra árið 1998. Guðmundur situr í stjórn Ferskra kjötvara ehf. Hvorki Guðmundur né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Gunnar Ingi Sigurðsson (f. 1967)

Gunnar

Gunnar Ingi er framkvæmdastjóri Hagkaups. Hann er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Gunnar Ingi var ráðinn framkvæmdastjóri Hagkaups árið 2005, en var rekstrarstjóri Hagkaups 1998-2005 og framkvæmdastjóri aðfangakeðju Bónus 1997-1998. Hann var sölustjóri Nóa-Siríus árin 1993-1997. Gunnar Ingi á 1.217.586 hluti í Högum hf. Aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga ekki hluti í félaginu. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Kjartan Már Friðsteinsson (f. 1951)

Kjartan

Kjartan Már er framkvæmdastjóri Banana. Hann er með Cand. Oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kjartan Már hefur verið framkvæmdastjóri Banana frá árinu 1995. Hann var framkvæmdastjóri hjá Ásgeiri Sigurðssyni hf. 1983-1995 og skrifstofustjóri hjá Gunnari Eggertssyni hf. 1977-1983. Kjartan Már á 14.500 hluti í Högum hf. Aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga ekki hluti í félaginu. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.

Lárus Óskarsson (f. 1960)

Larus

Lárus er framkvæmdastjóri Aðfanga og hefur sinnt því starfi frá árinu 1998. Fram að því var Lárus innkaupa- og markaðsstjóri matvöru hjá Hagkaup frá 1993, en hafði áður sinnt innkaupum og rekstri ávaxta- og grænmetislagers Hagkaups frá 1991 og innkaupum matvöru og sérvöru fyrir Hagkaup frá 1988. Hann annaðist rekstur vöruhúss og dreifingar, sem og innkaup, hjá Sláturfélagi Suðurlands 1980-1988. Hvorki Lárus né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga.