Hagar í tölum
Rekstrarafkoma ársins
Vörusala rekstrarársins nam 80.521 millj. kr., samanborið við 78.366 millj. kr. árið áður. Söluaukning félagsins milli ára var því 2,7%. Hækkun 12 mánaða meðaltals vísitölu neysluverðs milli rekstrarára var 1,66% en vísitalan án húsnæðis lækkaði um 0,40%. Framlegð félagsins var 19.992 millj. kr., samanborið við 19.109 millj. kr. árið áður, eða 24,8% framlegð samanborið við 24,4% á fyrra ári.
2016/17 1.3 - 28.02 |
2015/16 1.3 - 29.02 |
Breyting í millj. kr. |
Breyting í % | |
---|---|---|---|---|
Vörusala | 80.521 | 78.366 | 2.155 | 2,7% |
Kostnaðarverð seldra vara | (60.529) | (59.257) | (1.272) | 2,1% |
Framlegð | 19.992 | 19.109 | 883 | 4,6% |
Framlegð í % | 24,8% | 24,4% | - | 0,4% |
Aðrar rekstrartekjur | 256 | 206 | 50 | 24,4% |
Laun og launatengd gjöld | (7.847) | (7.162) | (685) | 9,6% |
Launahlutfall | 9,7% | 9,1% | - | 0,6% |
Annar rekstrarkostnaður | (6.377) | (6.494) | 117 | -1,8% |
Kostnaðarhlutfall | 7,9% | 8,3% | - | -0,4% |
EBITDA | 6.024 | 5.659 | 366 | 6,5% |
EBITDA % | 7,5% | 7,2% | - | 0,3% |
Skaðabætur | 265 | (413) | 678 | -164,2% |
Afskriftir | (1.225) | (699) | (526) | 75,3% |
EBIT | 5.064 | 4.547 | 517 | 11,4% |
Hrein fjármagnsgjöld | (23) | (49) | 26 | -53,1% |
Hagnaður fyrir tekjuskatt | 5.041 | 4.498 | 543 | 12,1% |
Tekjuskattur | (1.005) | (902) | (103) | 11,4% |
Heildarhagnaður | 4.036 | 3.596 | 440 | 12,3% |
Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 685 millj. kr. milli ára en hækkunin, sem var 9,6%, er í takt við kjarasamningshækkanir og almenna launaþróun á rekstrarárinu. Launahlutfallið er nú 9,7% en var 9,1% á fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 117 millj. kr. milli ára eða um 1,8% sem skýrist aðallega af lægri húsnæðiskostnaði vegna lokunar Debenhams og fækkun fermetra hjá Hagkaup og Útilíf. Rekstrarkostnaðarhlutfallið er nú 7,9% en var 8,3%. Kostnaðarhlutfallið í heild hækkar úr 17,4% í 17,7%.
Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 6.024 millj. kr., samanborið við 5.659 millj. kr. árið áður. EBITDA-hlutfall er 7,5%, samanborið við 7,2% árið áður.
Sala og EBITDA (í millj. kr.)
Þá voru tekjufærðar 265 millj. kr. sem skaðabætur í kjölfar dóms Hæstaréttar í mars í máli Norvikur gegn Högum. Héraðsdómur hafði áður dæmt félagið til að greiða 413 millj. kr. vegna málsins sem gjaldfærðar voru í ársreikningi 2015/16.
Afskriftir ársins námu 1.225 millj. kr. samanborið við 699 millj. kr. árið áður. Hækkunin skýrist aðallega af lokun og breytingum á verslunum á árinu, þ.á.m. breytingum á verslunum Hagkaups og Útilífs í Smáralind, lokun Hagkaups á efri hæð Kringlunnar, lokun Debenhams í Smáralind og lokun Útilífs í Glæsibæ. Auk þess hafa afskriftir aukist vegna fjárfestinga félagsins í fasteignum.
Hagnaður rekstrarársins fyrir tekjuskatt nam 5.041 millj. kr., samanborið við 4.498 millj. kr. árið áður. Hagnaður rekstrarársins nam 4.036 millj. kr., sem jafngildir um 5,0% af veltu, en hagnaður á fyrra ári var 3.596 millj. kr. Grunnhagnaður á hlut var 3,46 kr., samanborið við 3,07 kr. á fyrra ári.
Efnahagsreikningur og sjóðstreymi ársins
Heildareignir samstæðunnar í lok rekstrarársins námu 30.109 millj. kr. Fastafjármunir voru 18.877 millj. kr. og veltufjármunir 11.232 millj. kr. Félagið fjárfesti í rekstrarfjármunum fyrir 3.283 millj. kr. á árinu en stærstu verkefnin voru kaup á Skeifunni 11 og breyting á Hagkaupsversluninni í Smáralind. Birgðir voru 4.419 millj. kr. í árslok og lækkuðu um 337 millj. kr. frá fyrra ári. Mesta lækkun birgða er vegna lokunar Debenhams og fækkun sölufermetra undir sérvöru í Hagkaup Smáralind og Kringlu.
28.02.17 | 29.02.16 | Breyting í millj. kr. |
|
---|---|---|---|
Eignir | |||
Rekstrarfjármunir | 10.927 | 8.956 | 1.971 |
Óefnislegar eignir | 7.950 | 7.728 | 222 |
Vörubirgðir | 4.419 | 4.756 | (337) |
Kröfur | 4.339 | 4.455 | (116) |
Handbært fé | 2.474 | 3.810 | (1.336) |
Eignir samtals | 30.109 | 29.705 | 404 |
Eigið fé og skuldir | |||
Hlutafé | 1.153 | 1.172 | (19) |
Annað eigið fé | 16.259 | 15.196 | 1.063 |
Eigið fé samtals | 17.412 | 16.368 | 1.044 |
Langtímaskuldir |
3.587 |
4.257 | (670) |
Vaxtaberandi skammtímaskuldir | 767 | 763 | 4 |
Aðrar skammtímaskuldir | 8.343 | 8.317 | 26 |
Skuldir samtals | 12.697 | 13.337 | (640) |
Eigið fé og skuldir samtals | 30.109 | 29.705 | 404 |
Nýting rekstrarfjármuna (í dögum)
Eigið fé félagsins var 17.412 millj. kr. í lok rekstrarársins og eiginfjárhlutfall 57,8%. Heildarskuldir samstæðunnar voru 12.697 millj. kr., þar af voru langtímaskuldir 3.587 millj. kr. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok rekstrarársins voru 1.279 millj. kr. en alls voru greiddar afborganir að fjárhæð 757 millj. kr. inn á langtímalán félagsins á rekstrarárinu.
Skuldsetning (í millj. kr.)
Eigið fé (í millj. kr.)
Handbært fé frá rekstri á rekstrarárinu nam 5.823 millj. kr., samanborið við 5.754 millj. kr. á fyrra ári, en 954 millj. kr. voru greiddar í tekjuskatt á rekstrarárinu. Fjárfestingarhreyfingar rekstrarársins voru 3.410 millj. kr. og voru þar af fjárfestingar í fasteignum 2.057 millj. kr. Fjármögnunarhreyfingar voru 3.749 millj. kr. en á rekstrarárinu voru greiddar 1.992 millj. kr. í arð til hluthafa auk þess sem félagið keypti eigin bréf fyrir 1.000 millj. kr.
Handbært fé í lok rekstrarársins var 2.474 millj. kr., samanborið við 3.810 millj. kr. árið áður, og lækkaði handbært fé því um 1.336 milljónir króna á rekstrarárinu.
Sjóðsteymisyfirlit (í millj. kr.)
Helstu lykiltölur má finna hér.