Hagar í Kauphöll

NASDAQ ICELAND

Hlutabréfin

Viðskipti með hlutabréf Haga á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hófust þann 16. desember 2011. Útgefið hlutafé í Högum nam 1.180.624.568 krónum í árslok og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Í lok árs námu eigin hlutir 26,4 milljónum króna að nafnverði. Auðkenni félagsins er HAGA. 

Í lok rekstrarársins, þann 28. febrúar 2021, stóð gengi hlutabréfa í Högum í 57,30 kr. á hlut, samanborið við 46,45 kr. á hlut í lok febrúar 2020 og hækkuðu bréf félagsins því um 23,4% á síðastliðnu rekstrarári. Verð í lok skráningardags þann 16. desember 2011 var 15,95 kr. á hlut.

Þróun hlutabréfaverðs (ISK)

Þróun hlutabréfaverðs

 

Hluthafar

Samkvæmt hlutaskrá félagsins voru hluthafar 684 talsins í byrjun rekstrarársins og 784 í lok þess. Stærsti einstaki hluthafinn er Gildi – lífeyrissjóður með 16,96% hlut. Lífeyrissjóðir starfsmanna ríkisins eiga óbeint 11,86% í félaginu en þeir samanstanda af A-, B- og S-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. 20 stærstu hluthafar félagsins eiga samtals 82,06% hlut en sömu hluthafar áttu samtals 79,19% hlut í lok síðasta árs. 20 stærstu hluthafarnir í lok rekstrarársins 2019/20 áttu þá 80,36% hlut. Listann má sjá hér að neðan:

 

   Hluthafar
 Fjöldi hluta
28.02.2021
 %  Fjöldi hluta
29.02.2020
 %
1 Gildi – lífeyrissjóður 200.189.721  16,96%  176.714.721  14,56% 
2 Lífeyrissjóður verzlunarmanna 130.887.852  11,09%  120.687.852  9,95% 
3 Lífeyrissj. starfsm. rík. A-deild 115.152.500  9,75%  127.500.000  10,51% 
4 Birta lífeyrissjóður 82.108.918  6,95%  77.765.739  6,41% 
5 Stapi lífeyrissjóður 66.524.251  5,63%  60.534.251  4,99% 
6 Samherji hf. 51.211.948  4,34%  51.211.948  4,22% 
7 Festa - lífeyrissjóður 49.375.169  4,18%  46.775.169  3,86% 
8 Íslensk verðbréf - safnreikn. 40.541.541  3,43%  48.741.541  4,02% 
9 Brú lífeyrissj. starfsm. sveit. 38.006.596  3,22%  10.701.106  0,88% 
10 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 32.856.665  2,78%  32.734.665  2,70% 
11 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 28.928.978  2,45%  29.700.308  2,45% 
12 Hagar hf. 26.391.689  2,24%  22.986.329  1,89% 
13 Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild 22.831.200  1,93%  40.137.000  3,31% 
14 Vátryggingafélag Íslands hf. 15.961.200  1,35%  15.701.200  1,29% 
15 Global Macro Abs. Return Ad 13.718.165  1,16%  30.229.195  2,49% 
16 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 12.029.404  1,02%  10.596.407  0,87% 
17 Stefnir - ÍS 15 10.730.963  0,91%  21.268.540  1,75% 
18 Landsbréf - Úrvalsbréf hs. 10.487.332  0,89%  16.128.510  1,33% 
19 Almenni lífeyrissjóðurinn 10.453.671  0,89%  10.453.671  0,86% 
20 Arctic Funds PLC 10.450.000  0,89%  10.250.000  0,84% 
20 stærstu hluthafar samtals 968.837.763  82,06%  960.818.152  79,19% 
Aðrir hluthafar samtals 211.786.805  17,94%  252.515.689  20,81% 
Skráð hlutafé samtals 1.180.624.568  100,00%  1.213.333.841  100,00% 
Hagar hf. – eigin bréf 26.391.689  2,24%  22.986.329  1,89% 
Útistandandi hlutir samtals 1.154.232.879 97,76%  1.190.347.512  98,11% 

 

Eins og áður segir voru hluthafar í árslok 784 talsins en þeim má skipta í nokkra flokka. 598 einstaklingar eiga hlut í félaginu, með samtals um 3,3% af heildarhlutafé, en á sama tíma á fyrra ári voru 493 einstaklingar hluthafar í félaginu með 4,5%. 32 lífeyrissjóðir eiga 70,1% hlut í félaginu en á fyrra ári áttu 35 lífeyrissjóðir 64,7% hlut í því. Aðrir fjárfestar eru 148 talsins og eiga 21,6% hlut. Á fyrra ári voru aðrir fjárfestar 149 talsins með 24,0% hlut. Þá eru 5 erlendir fjárfestar í félaginu og eiga þeir 2,8% hlut.

 

 Flokkur Fjöldi hluta   Fjöldi hluthafa
 Einstaklingar 38.782.578  3,3%  598  76,3% 
 Lífeyrissjóðir 827.059.091  70,1%  32  4,1% 
 Erlendir fjárfestar 32.943.224 2,8%  0,6% 
 Aðrir fjárfestar 255.447.986  21,6%  148  18,9% 
 Eigin bréf 26.391.689  2,2%   1  0,1% 
 Hlutafé samtals 1.180.624.568  100,0%  784  100,0% 

 

Í næstu töflu hér á eftir má sjá dreifingu hluta í félaginu í árslok. Flestir hluthafar, 314 talsins, eiga 10.000-99.999 hluti og samtals 1,0% hlutafjár. Þrír hluthafar eiga hvor um sig yfir 100.000.000 hluti í félaginu.

 

 Fjöldi hluta Fjöldi hluthafa   Fjöldi hluta
1-9.999  265  33,8%  1.008.939  0,1% 
10.000-99.999  314  40,1%  11.260.039  1,0% 
100.000-499.999  116  14,8%  23.178.045  2,0% 
500.000-999.999  21  2,7%  14.118.127  1,2% 
1.000.000-4.999.999  39  5,0%  93.785.686  7,9% 
5.000.000-9.999.999  1,0%  58.342.969  4,9% 
10.000.000-99.999.999  17  2,2%  506.309.001  42,9% 
> 100.000.000  0,4%  446.230.073  37,8% 
Samtals útistandandi  783  99,9%  1.154.232.879  97,8% 
Eigin bréf 0,1%  26.391.689  2,2% 
Samtals  784  100,0%  1.180.624.568  100,0% 


ENDURKAUPAÁÆTLANIR

Á aðalfundi Haga sem haldinn var þann 9. júní 2020 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af heildarhlutafé í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Settar voru í framkvæmd þrjár endurkaupaáætlanir á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar. Endurkaupin námu 26,4 millj. hluta fyrir samtals 1.500 millj. kr. Heildarendurkaup rekstrarársins námu hins vegar 35 millj. hluta fyrir samtals 1.920 millj. kr. en hluti þeirra byggði á samþykkt aðalfundar frá 2019 og var hluti þeirra eigin bréfa sem voru ógilt á aðalfundi 2020. Félagið átti eigin hluti að nafnverði 26,4 millj. kr. í lok rekstrarársins eða samtals 2,24% af útgefnu hlutafé.

Aðalfundur

Aðalfundur Haga hf. árið 2021 verður haldinn þann 3. júní nk. og hefst hann kl. 09:00. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica (VOX Club), Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins og tillögur stjórnar hafa þegar verið auglýstar en niðurstöður fundarins verða birtar í Kauphöll og á vefsíðu félagsins strax að honum loknum.

Arðgreiðslustefna

Stjórn Haga hefur mótað arðgreiðslustefnu félagsins en hana má sjá í heild sinni hér.

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund félagsins þann 3. júní 2021 að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2020/21 sem nemi 59,5% hagnaðar ársins eða samtals 1.500 milljónir króna. Arðgreiðslan nemur því 1,27 kr. á hlut.

Samþykki aðalfundur  tillöguna skal arðsréttindadagur vera 7. júní 2021, þ.e. réttur hluthafa til arðgreiðslu verður miðaður við hlutaskrá félagsins í lok þess viðskiptadags. Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2020/21 verður því 4. júní 2021, eða næsti viðskiptadagur eftir aðalfund. Útborgunardagur arðs verður 16. júní 2021.

Fjárhagsdagatal

Eftirfarandi fjárhagsdagatal fyrir rekstrarárið 1. mars 2021 til 28. febrúar 2022 hefur verið samþykkt af stjórn félagsins:

 1. ársfjórðungur  25.06.2021
 2. ársfjórðungur 19.10.2021
 3. ársfjórðungur  12.01.2022
 4. ársfjórðungur  10.05.2022
 Aðalfundur 2022  02.06.2022