Samfélagsuppgjör

umhverfi (U)

Losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri samstæðu Haga eru skilgreind út frá Operational Control aðferðafræðinni og skiptist hún í umfang 1, 2 og 3. Innan rekstrarmarka Haga (e. Operational Boundaries) er losun í umfangi 1 vegna beinnar orkunotkunar, þ.e. bifreiða í eigu og rekstri Haga og dótturfélaga og í umfangi 2 fyrir óbeina orkunotkun (raforku- og vatnsnotkun) á skrifstofu móðurfélagsins og á skrifstofum, í verslunum, vöruhúsum, kjötvinnslu og dælustöðvum eldsneytis dótturfélaga. Óbein losun í umfangi 3 er vegna flugferða starfsmanna vegna vinnu, úrgangsmyndunar starfsstöðva og dreifingar á eldsneyti fyrir dælustöðvar Olís.

Heildar kolefnisspor samstæðu Haga vegna ársins 2020 er 4.402,2 tonn CO2 en var til samanburðar 4.535,8 tonn CO2 árið 2019, sem jafngildir 2,9% lækkun milli ára. Hagar kolefnisjafna nú rekstur samstæðunnar í annað sinn, samtals 4.402,2 tonn CO2, m.a. með gróðursetningu 20.222 trjáa. Mótvægisaðgerðir með skógrækt eru unnar í samstarfi við Kolvið og hafa allar rekstrareiningar samstæðunnar, að Olís undanskyldu, samið við Kolvið um bindingu jarðvegs og auðgun gróðurvistkerfa með skógrækt. Mótvægisaðgerðir Olís eru unnar í samstarfi við Landgræðsluna og hófst það samstarf fyrst árið 1992. Þær mótvægisaðgerðir miða að því að stöðva jarðvegsrof og endurheimta röskuð vistkerfi, svo sem náttúruskóga, framræst votlendi o.fl.

 E1 - Gróðurhúsalofttegundir  Einingar  2019 2020
 Umfang 1  tCO2í  918,2 906,6
 Umfang 2 (landsnetið)  tCO2í 611,9 613,9
 Umfang 2 (með markaðsaðgerðum)  tCO2í 611,9 613,9
 Umfang 3  tCO2í 3.005,7 2.881,7
 Kolefnisspor án mótvægisaðgerða  tCO2í 4.535,8 4.402,2
  - Samtals mótvægisaðgerðir  tCO2í 4.130,0 4.402,2
 Kolefnisspor með mótvægisaðgerðum  tCO2í 405,7 0,0

Losunarkræfni sýnir heildarlosun gróðurhúsalofttegunda miðað við helstu úttaksstærðir rekstursins. Þannig er losun hér sett í samhengi við veltu, eigið fé, fjölda stöðugilda og fjölda fermetra sem notaðir eru í rekstrinum, þ.e. hagkvæmni auðlindanýtingar innan samstæðunnar er sett í samhengi við efnahagslega verðmætasköpun. 

 E2 - Losunarkræfni  Einingar  2019 2020
 Losunarkræfni orku  kgCO2í/MWst  65,50 63,20
 Losunarkræfni starfsmanna  tCO2í/stöðugildi  2,98 2,99
 Losunarkræfni veltu  kgCO2í/m. ISK  38,98 36,81
 Losunarkræfni eiginfjár  tCO2í/m. ISK  0,18 0,17
 Losunarkræfni á hvern fermetra  kgCO2í/m2  37,42 35,56

Hér má sjá heildar orkunotkun samstæðu Haga en um er að ræða orku frá lífeldsneyti, jarðefnaeldsneyti, rafmagni og heitu vatni.

Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á umhverfisvænni kælimiðla og orkusparandi perur (LED) í rekstri verslana og vöruhúsa Haga. Allar nýjar og endurnýjaðar matvöruverslanir byggja á grænum grunni og nota nú íslenskan umhverfisvænan kælimiðil í stað freons áður. Kerfið er talið fremst á sviði umhverfisvænna kælikerfa og er auk þess sjálfbært og öruggt. Vélbúnaður kerfisins nýtir orkuna betur og allir kælar og frystar eru lokaðir, sem tryggir jafnara hitastig og þar af leiðandi betri gæði frystivara. Ný LED lýsing, ásamt lokum á kæla og frysta, sparar verslunum allt að 30% af rafmagni. Þá er lokun á kælum og frystum mikilvæg í baráttunni við matarsóun þar sem betri kæling tryggir betri gæði á matvörum. 

 E3 - Orkunotkun  Einingar  2019 2020
 Orkunotkun í heild  kWst  69.283.372 69.617.909
  - Þar af orka frá lífeldsneyti  kWst  - 416
  - Þar af orka frá jarðefnaeldsneyti  kWst  3.586.226 3.629.973
  - Þar af orka frá rafmagni  kWst  31.993.832 31.399.846
  - Þar af orka frá heitu vatni  kWst  33.703.314 34.587.674
 Bein orkunotkun  kWst  3.586.226 3.630.389
 Óbein orkunotkun  kWst  65.697.146 65.987.520

Orkukræfni sýnir heildar orkunotkun miðað við helstu úttaksstærðir rekstursins. Þannig er orkunotkun hér sett í samhengi við veltu, fjölda stöðugilda og fjölda fermetra sem notaðir eru í rekstrinum, þ.e. orkunotkunin er sett í samhengi við auðlindanotkun samstæðunnar miðað við raunlæg áhrif. 

 E4 - Orkukræfni  Einingar  2019 2020
 Orkukræfni starfsmanna  kWst/stöðugildi  45.521 47.263
 Orkukræfni veltu  kWst/m. ISK  595,4 582,2
 Orkukræfni á fermetra  Kwst/m2  571,6 562,4

Samsetning orku sýnir hlutfall notaðrar orku samstæðunnar sem hægt er að endurnýja á skömmum tíma í hringrás vistkerfisins. Endurnýjanleg orka er 94,8% og 5,2% er jarðefnaeldsneyti, þ.e. bensín eða dísilolía fyrir bifreiðar í eigu eða rekstri félagsins.

 E5 - Samsetning orku  Einingar  2019 2020
 Jarðefnaeldsneyti  %  5,2 5,2
 Endurnýjanleg orka  %  94,8 94,8

Hér má sjá heildarmagn vatnsnotkunar hjá samstæðu Haga. 

 E6 - Vatnsnotkun  Einingar  2019 2020
 Samtals vatnsnotkun  m3  863.993 911.559
  - Kalt vatn  m3  282.901 315.220
  - Heitt vatn  m3  581.092 596.339

Hagar og dótturfélög þess hafa um árabil lagt mikla áherslu á umhverfismál í allri sinni starfsemi. Félagið leggur áherslu á að þekkja þau neikvæðu áhrif sem starfsemi þess hefur á umhverfið og leitast við að draga úr þeim eftir fremsta megni. Formleg umhverfisstefna var staðfest af stjórn Haga í apríl 2020 og endurskoðuð í apríl 2021. Þá snýr ein af fimm meginstoðum í stefnu Haga um samfélagslega ábyrgð, sem upphaflega var samþykkt árið 2017, að mikilvægi umhverfismála.

Umhverfisstefnan nær til allrar starfsemi Haga og dótturfélaga auk starfsfólks samstæðunnar. Meginmarkmiðið er að félagið leggi sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar og samfélagslegrar ábyrgðar og styðji við mikilvægi þess að starfsfólk sé meðvitað um aðgerðir félagsins í þágu umhverfisins. Hagar vilja nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmanna og komandi kynslóða til efnahagslegs og félagslegs ábata og jafnframt stuðla að sjálfbærni auðlinda eins og kostur er.

Sem hluti af þeirri umhverfisstefnu sem hér um ræðir var vatns-, orku- og endurvinnslustefna einnig samþykkt þar sem sérstaklega er hugað að aðgerðum hvað varðar vatn, orku og endurvinnslu í allri starfsemi Haga, hvort sem er á skrifstofum, í verslunum, á starfsstöðvum og í framkvæmdum á vegum félagsins.

Hagar notast ekki við viðurkennt orkustjórnunarkerfi, líkt og ISO 50001. Allar rekstrareiningar í samstæðunni notast hins vegar við umhverfisstjórnunarkerfi frá Klöppum Grænum lausnum hf. 

 E7 - Umhverfisstarfsemi  Einingar  2019 2020
 Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu?  já/nei nei já
 Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum?  já/nei nei já
 Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi?  já/nei nei nei

Þótt loftslagstengd áhætta sé ekki hluti af formlegri dagskrá á stjórnarfundum Haga, og ekki sé starfandi nefnd á vegum stjórnar sem helguð er málaflokknum, eru loftslagstengd málefni reglulegt umræðuefni á stjórnarfundum félagsins.  

 E8 - Loftslagsyfirsýn / stjórn  Einingar  2019 2020
 Hefur stjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu?  já/nei nei nei

Þótt loftslagstengd áhætta sé ekki hluti af formlegri dagskrá á fundum framkvæmdastjórnar Haga, eru loftslagstengd málefni reglulegt umræðuefni á fundum hjá félaginu. Í janúar 2020 var sett á laggirnar Umhverfisráð Haga sem í er a.m.k. einn aðili frá hverri rekstrareiningu og er viðkomandi ábyrgur fyrir innleiðingu umhverfisstefnu samstæðunnar innan síns fyrirtækis. Hlutverk umhverfisráðsins er að stuðla að fræðslu fyrir starfsfólk með það að markmiði að efla umhverfisvitund innan starfseininga. Einnig að samræma aðgerðir innan rekstrareininga eins og kostur er. Umhverfisráðinu er einnig ætlað að gera aðgerðaáætlun hvað varðar umhverfismál og gildir áætlunin til tveggja ára í senn. Í þeirri áætlun skal m.a. útlista leiðir að markmiðum og þær aðgerðir sem fara þarf í til að ná settum markmiðum.

 E9 - Loftslagsyfirsýn / stjórnendur  Einingar  2019 2020
 Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu?  já/nei  nei nei

Á árinu 2020 var 303,5 milljónum króna varið í fjárfestingu í loftslagstengdum innviðum. Helst er um að ræða endurnýjun á tækni- og tækjabúnaði þar sem leitast er við að nota umhverfisvænni og orkusparandi lausnir, t.d. með LED lýsingu í verslunum og vöruhúsum, kælimiðlum hefur verið skipt úr freoni í íslenskt og vistvænt koldíoxíð og kælum lokað með gleri þar sem kostur er. Þá telst einnig með fjárfesting í hraðhleðslustöðvum.

 E10 - Loftslagsyfirsýn / stjórnendur  Einingar  2019 2020
 Árleg heildarfjárfesting í loftslagstengdum innviðum, seiglu og vöruþróun  m. ISK  223,2 303,5

Í fjölmörg ár hefur mikil áhersla verið lögð á flokkun úrgangs hjá rekstrareiningum Haga en tilgangur flokkunar er fyrst og fremst að minnka það magn sem fer til endanlegrar urðunar þar sem nákvæmni í flokkun er forsenda endurnýtingar og endurvinnslu. Markviss vinna undanfarinna ára hefur skilað nákvæmari flokkun sem skilar sér síðan í minni kostnaði, þar sem verslanir og vöruhús fá greitt fyrir bylgjupappann, auk þess sem lægri sorpgjöld eru greidd af flokkuðu rusli.

Til marks um árangurinn hlaut Bónus í apríl 2020 umhverfisverðlaun Terra fyrir markvissan árangur og ábyrga stefnu í flokkun og endurvinnslu. Bónus hefur um árabil dregið úr matarsóun og flokkað lífrænan úrgang jafnt og þétt. Í tilefni þessa buðu Bónus og Terra viðskiptavinum upp á ókeypis moltu til að nota í garðverkin og græða þannig náttúruna eftir erfiðan vetur. Um 20 tonn af moltu fóru til viðskiptavina Bónus og var moltan unnin upp úr lífrænum úrgangi verslunarinnar. Framtakið er gott dæmi um endurvinnslu og hringrásarhagkerfi þar sem markmiðið er alltaf að koma efnislegum gæðum aftur til skila út í umhverfið.

Árið 2018 voru matvörukeðjur samstæðunnar leiðandi í minnkun plasts þegar sölu á burðarpokum úr plasti var alfarið hætt. Í staðinn eru nú seldir umhverfisvænni og lífniðurbrjótanlegir burðarpokar og hafa sparast meira en 200 tonn af plasti ár hvert með tilkomu nýju pokanna. Í fjöldamörg ár hafa Bónus og Hagkaup hvatt viðskiptavini til að nota fjölnota burðarpoka í verslunarferðum sínum og hafa slíkir pokar notið mikilla vinsælda. Til að mynda er áætlað að Bónus og Hagkaup hafi samanlagt selt eða gefið yfir 400 þúsund slíka poka í gegnum árin. Þá selja sérvöruverslanir Haga, Zara og Útilíf, eingöngu bréfburðarpoka í sínum verslunum.

Bylting hefur orðið í minni plastnotkun í vinnslu og pökkun fyrirtækja félagsins á kjöti, ávöxtum og grænmeti. Þar má nefna að nýr vélakostur og nýjar umbúðir hafa gert það að verkum að plastumbúðir fyrir hverja einingu af nautahakki hafa farið úr 21 grammi niður í 3 grömm. Að sama skapi er auðvelt að flokka umbúðirnar þar sem pappaspjaldið er endurvinnanlegt og má því setja í pappírstunnuna. Plastfilman má sömuleiðis fara með öðru plasti til endurvinnslu og eru því umbúðirnar 100% endurvinnanlegar. Með þessum aðgerðum hefur líftími og geymsluþol vörunnar einnig aukist til muna sem minnkar töluvert líkur á matarsóun. Bónus var fyrst matvöruverslana hér á landi til að bjóða upp á einnota vörur úr lífniðurbrjótanlegum og umhverfisvænni efnum en áður, líkt og diska, drykkjarmál, eyrnapinna úr pappa og sogrör úr járni ásamt fleiri áhöldum.

Heildarmagn úrgangs frá rekstri samstæðu Haga hefur minnkað um 1,3% milli ára og þá hefur flokkunarhlutfall hækkað um 4%-stig frá árinu 2019, eða úr 62,1% í 66,1%.

 Meðhöndlun úrgangs  Einingar  2019 2020
 Samtals úrgangur  kg  5.763.707 5.688.345
  - Þar af flokkaður úrgangur  kg  3.579.685 3.761.437
  - Þar af óflokkaður úrgangur  kg  2.184.022 1.924.728
 Endurunnið / endurheimt  kg  3.182.108 3.396.473
 Urðun / förgun  kg  2.581.599 2.289.673
 Hlutfall flokkaðs úrgangs  %  62,1 66,1
 Hlutfall endurunnins úrgangs  %  55,2 59,7

Úrgangskræfni sýnir heildar úrgang pr. kg miðað við helstu úttaksstærðir rekstursins. Þannig er úrgangur hér settur í samhengi við veltu og fjölda stöðugilda. 

 Úrgangskræfni  Einingar  2019 2020
 Úrgangskræfni starfsmanna  kg/stöðugildi  3.786,6 3.861,7
 Úrgangskræfni veltu  kg/m. ISK  49,5 47,6

Hér að neðan má sjá losun vegna viðskiptaferða starfsmanna samstæðunnar með flugi. Minnkun milli ára má að mestu leyti rekja til heimsfaraldurs COVID-19.

 Viðskiptaferðir  Einingar  2019 2020
 Losun vegna viðskiptaferða  tCO2í  23,2 6,6
  - Flug  tCO2í  23,2 6,6

 

 Ferðir starfsmanna til og frá vinnu  Einingar  2019 2020
 Endurgreiðir fyrirtækið vistvænan ferðamáta starfsmanna?  já/nei  nei nei

Heildarlosun vegna flutninga á vöru og þjónustu hér að neðan er vegna dreifingar á eldsneyti fyrir Olís sem Olíudreifing ehf. sinnir en Olís á 40% hlut í félaginu. Almennt er önnur dreifing á vörum fyrir samstæðuna, sér í lagi á matvörum, í höndum Aðfanga og Banana og því hluti af umfangi 1, sem skýrir ástæðu þess að flutningur í umfangi 3 er ekki meiri en raun ber vitni.

Flutningur á vörum og þjónustu   Einingar  2019 2020
 Heildarlosun vegna flutninga á vöru og þjónustu  tCO2í  1.666,3 1.658,0
  - Losun vegna flutninga á vegum  tCO2í  1.666,3 1.658,0

Hér að neðan má sjá notkun helstu orkjugjafa bifreiða félagsins. 

 Helstu orkugjafar bifreiða  Einingar  2019 2020
 Samtals eldsneytisnotkun  lítrar  361.549 366.018
  - Metan  lítrar  - 38
  - Bensín  lítrar  74.104 69.301
  - Dísilolía  lítrar  287.445 296.680
 Samtals eldsneytisnotkun  kg  299.906 304.181
  - Metan  kg  - 28
  - Bensín  kg  55.578 51.976
  - Dísilolía  kg  244.328 252.178

Heildar kolefnisspor samstæðu Haga vegna ársins 2020 er 4.402,2 tonn CO2. Hagar kolefnisjafna nú í annað sinn rekstur samstæðunnar, samtals 4.402,2 tonn CO2, m.a. með gróðursetningu 20.222 trjáa. Mótvægisaðgerðir með skógrækt eru unnar í samstarfi við Kolvið og hafa allar rekstrareiningar samstæðunnar, að Olís undanskyldu, samið við Kolvið um bindingu jarðvegs og auðgun gróðurvistkerfa með skógrækt. Mótvægisaðgerðir Olís eru unnar í samstarfi við Landgræðsluna og hófst það samstarf fyrst árið 1992. Þær mótvægisaðgerðir miða að því að stöðva jarðvegsrof og endurheimta röskuð vistkerfi, svo sem náttúruskóga, framræst votlendi o.fl.

 Mótvægisaðgerðir  Einingar  2019 2020
 Samtals mótvægisaðgerðir  tCO2í  4.130,0 4.402,2
  - Mótvægisaðgerðir með skógrækt  tCO2í  1.754,5 2.022,2
  - Mótvægisaðgerðir með endurheimt votlendis  tCO2í  6,8 0,0
  - Aðrar mótvægisaðgerðir  tCO2í  2.368,7 2.380,0

Hér má sjá allar þær starfsstöðvar, bifreiðar og eignir í samstæðu Haga sem eru hluti af umhverfisuppgjöri þessu.

 Eignastýring  Einingar  20192020
 Fjöldi bygginga  fjöldi  153 157
  - Skrifstofurými  fjöldi  8 10
  - Framleiðslurými  fjöldi  2 1
  - Þjónustustöðvar Olís  fjöldi  28 27
  - ÓB stöðvar  fjöldi  42 44
  - Verslanir  fjöldi  46 45
  - Útibú  fjöldi  16 16
  - Metanstöðvar  fjöldi  3 3
  - Rafhleðslustöðvar  fjöldi  2 4
  - Vöruhúsnæði  fjöldi  6 7
 Fjöldi ökutækja  fjöldi  201 223
  - Bensín / dísel  fjöldi  180 174
  - Rafknúin ökutæki  fjöldi  18 41
  - Aðrir eldsneytisgjafar  fjöldi  3 9

Kolefnisgjöld eru greidd í ríkissjóð af fljótandi jarðefnaeldsneyti. Á árinu 2020 greiddi samstæða Haga samtals kr. 4.089.990 í kolefnisgjald til ríkissjóðs vegna beinnar eldsneytisnotkunar.

 Kolefnisgjöld  Einingar  2019 2020
 Kolefnisgjald, gas- og dísilolía  ISK/lítra  10,40 11,45
 Kolefnisgjald, bensín  ISK/lítra  9,10 10,00
 Kolefnisgjald, eldsneyti  ISK/kg  12,80 14,10
 Kolefnisgjald, hráolía o.s.frv.  ISK/kg  11,40 12,55
 Samtals kolefnisgjald (ESR)  ISK  3.663.775 4.089.990
 Samtals kolefnisgjald (ETS)  ISK  - -