Stjórnarhættir (S)
Stjórnarhættir Haga hf. eru markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Í samþykktum er kveðið á um tilgang félagsins í kafla 1, hlutafé í kafla 2, hluthafafundi í kafla 3, um stjórn og forstjóra í kafla 4 og 5 og um reikningshald og endurskoðun í kafla 6. Gildandi starfsreglur, sem voru samþykktar af stjórn þann 10. maí 2021, eru settar skv. 5. mgr. 70. gr. laga um hlutafélög og eru samþykktum félagsins til fyllingar, samanber grein 4.20 í samþykktum. Gildandi siðareglur, sem taka til allra starfsmanna Haga hf. og dótturfélaga þess, hafa einnig áhrif á stjórnarhætti félagsins, en þær voru samþykktar af stjórn Haga hf. þann 15. apríl 2021. Gildandi starfskjarastefna Haga hf. var staðfest á aðalfundi félagsins þann 9. júní 2020 og nær hún til allra helstu þátta í starfs- og launakjörum stjórnarmanna félagsins, forstjóra og annarra æðstu stjórnenda samstæðunnar. Endurskoðuð starfskjarastefna verður lögð fyrir næsta aðalfund félagsins þann 3. júní 2021.
Stjórn Haga er skipuð fimm einstaklingum en samkvæmt samþykktum félagsins skal við stjórnarkjör tryggja að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Á árinu 2020 voru konur 60% stjórnarmeðlima. Þá eru starfandi þrjár nefndir hjá félaginu, endurskoðunarnefnd, starfskjaranefnd og tilnefningarnefnd. Á árinu 2020 voru formenn endurskoðunarnefndar og starfskjaranefndar kvenkyns.
G1 - Kynjahlutfall í stjórn | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanborið við karla) | % | 40 | 60 |
Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanborið við karla) | % | 100 | 67 |
G2 - Óhæði stjórnar | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Hefur fyrirtækið lagt bann við að forstjóri gegni starfi stjórnarformanns? | já/nei | nei | nei |
Hlutfall óháðra stjórnarmanna | % | 100 | 100 |
G3 - Kaupaukar | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Hljóta stjórnendur formlegan hvata til að ná árangri á sviði sjálfbærni? | já/nei | nei | nei |
G4 - Kjarasamningar | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Hlutfall starfsmanna sem falla undir almenna kjarasamninga | % | 94,0 | 93,4 |
G5 - Siðareglur birgja | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum? | já/nei | nei | nei |
Ef já, hversu hátt hlutfall birgja hefur formlega staðfest að þeir fylgi siðareglum? | % | - | - |
Stjórn Haga hefur sett félaginu og dótturfélögum siðareglur, sem upphaflega voru samþykktar í stjórn félagsins í apríl 2011. Reglurnar hafa síðan þá verið endurskoðaðar árlega, nú síðast í apríl 2021.
G6 - Siðferði og aðgerðir gegn spillingu | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum? | já/nei | já | já |
Ef já, hvaða hlutfall starfsmanna hefur formlega staðfest að það fylgi stefnunni? | % | 0,0 | 0,0 |
Vinna við innleiðingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hófst hjá samstæðunni á haustmánuðum 2017. Formleg persónuverndarstefna samstæðunnar var samþykkt af stjórn Haga í apríl 2020 en tilgangur persónuverndarstefnunnar er m.a. að upplýsa hvernig söfnun, geymslu og vinnslu persónuupplýsinga er háttað.
G7 - Persónuvernd | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu? | já/nei | nei | já |
Hefur fyrirtækið hafist handa við að framfylgja lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga? | já/nei | já | já |
Nú er í annað sinn birt samfélagsuppgjör samstæðu Haga, skv. UFS leiðbeiningum Nasdaq. Samfélagsuppgjörið er hluti af ársskýrslu þessari, auk þess sem samfélagsskýrsla er birt á vef félagsins.
G8 - Sjálfbærniskýrsla | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu? | já/nei | já | já |
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni? | já/nei | já | já |
Við endurskoðun stefnu Haga um samfélagslega ábyrgð í apríl 2021 völdu Hagar sex af 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í framkvæmdaráætlun sem styðja skal við stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð. Heimsmarkmiðin styðja stefnustoðir félagsins og er ætlað að virkja stjórnendur til innleiðingar á stefnu og framkvæmda á verkefnum.
G9 - Starfsvenjur við upplýsingagjöf | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Veitir fyrirtækið upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? | já/nei | já | já |
Leggur fyrirtækið áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)? | já/nei | nei | nei |
Setur fyrirtæki þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ? | já/nei | nei | nei |
G10 - Endurskoðun / vottun þriðja aðila | Einingar | 2019 | 2020 |
---|---|---|---|
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila? | já/nei | nei | nei |