Hagar í tölum
Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2020/21, þ.e. tímabilið 1. mars 2020 til 28. febrúar 2021, var samþykktur af stjórn félagsins og birtur þann 10. maí 2021.
Rekstrarafkoma ársins 2020/21
Vörusala ársins nam 119.582 millj. kr., samanborið við 116.357 millj. kr. árið áður. Söluaukning milli ára nam 2,8%. Söluaukning verslana og vöruhúsa nam 13,4% en samdráttur var í sölu Olís um 17,5%.
Framlegð félagsins var 26.515 millj. kr., samanborið við 25.806 millj. kr. árið áður eða 22,2% framlegðarhlutfall á báðum tímabilum.
Launakostnaður hækkaði um 6,0% milli ára sem skýrist m.a. af áhrifum lotunar á samningsbundnum starfslokakostnaði og auknum launakostnaði vegna COVID-19. Annar rekstrarkostnaður var nær óbreyttur milli ára, þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað vegna COVID-19. Kostnaðarhlutfallið í heild hækkar milli ára úr 15,0% í 15,2%.
Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 8.805 millj. kr., samanborið við 8.890 millj. kr. árið áður. EBITDA-hlutfall var 7,4%, samanborið við 7,6% árið áður. EBITDA verslana og vöruhúsa hækkar um 8,4% milli ára en EBITDA Olís lækkar um 34,2%.
Afskriftir hækka um 8,4% milli ára sem skýrist aðallega af endurnýjun verslana og miklum fjárfestingum undanfarin misseri.
Fjármagnskostnaður hækkar um 226 millj. kr. milli ára, m.a. vegna gengistaps á rekstrarárinu.
Heildarhagnaður ársins nam 2.519 millj. kr., sem jafngildir 2,1% af veltu en hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 3.054 millj. kr. eða 2,6% af veltu. Hagnaður lækkar um 17,5% milli ára.
2020/21 01.03-28.02 |
2019/20 01.03-29.02 |
Breyting í millj. kr. |
Breyting í % |
|
---|---|---|---|---|
Vörusala | 119.582 | 116.357 | 3.225 | 2,8% |
Kostnaðarverð seldra vara | (93.067) | (90.551) | (2.516) | 2,8% |
Framlegð | 26.515 | 25.806 | 709 | 2,7% |
Framlegð í % | 22,2% | 22,2% | - | 0,0% |
Aðrar rekstrartekjur | 409 | 484 | (75) | -15,5% |
Laun og launatengd gjöld | (12.812) | (12.087) | (725) | 6,0% |
Launahlutfall | 10,7% | 10,4% | - | 0,3% |
Annar rekstrarkostnaður | (5.307) | (5.313) | 6 | -0,1% |
Kostnaðarhlutfall | 4,4% | 4,6% | - | -0,2% |
EBITDA | 8.805 | 8.890 | (85) | -1,0% |
EBITDA % | 7,4% | 7,6% | - | -0,2% |
Afskriftir | (4.258) | (3.927) | (331) | 8,4% |
EBIT | 4.547 | 4.963 | (416) | -8,4% |
Hrein fjármagnsgjöld | (1.553) | (1.327) | (226) | 17,0% |
Áhrif hlutdeildarfélaga | 125 | 139 | (14) | -10,1% |
Hagnaður fyrir tekjuskatt | 3.119 | 3.775 | (656) | -17,4% |
Tekjuskattur | (600) | (721) | 121 | -16,8% |
Heildarhagnaður | 2.519 | 3.054 | (535) | -17,5% |
Sala og EBITDA (í millj. kr.)
Efnahagsreikningur og sjóðstreymi ársins
Heildareignir samstæðunnar í lok ársins námu 61.648 millj. kr. og lækkuðu um 1.060 millj. kr. frá árslokum 2019/20.
Fastafjármunir voru 47.816 millj. kr. og hækkuðu um 262 millj. kr. frá árslokum. Fjárfesting í fasteignum nam 1.870 millj. kr. á tímabilinu og fjárfesting í áhöldum og innréttingum nam 2.040 millj. kr.
Veltufjármunir voru 13.832 millj. kr. og lækkuðu um 1.322 millj. kr. frá árslokum.
Birgðir í lok árs voru 8.791 millj. kr. og veltuhraði birgða 10,8. Birgðir hækkuðu um 411 millj. kr. á rekstrarárinu. Veltuhraði birgða á fyrra ári var 11,2.
Viðskiptakröfur hækkuðu um 530 millj. kr. á rekstrarárinu og er innheimtutími krafna nú 10,3 dagar samanborið við 13,6 daga á sama tímabili á fyrra ári.
Veltufjárhlutfall er 0,77 og lausafjárhlutfall 0,28 í lok ársins. Aðgangur að skammtímafjármögnun í formi lánalína að upphæð 6,2 ma. kr. hjá viðskiptabanka er tryggður.
28.2.2021 | 29.2.2020 | Breyting í millj. kr. | Breyting í % |
|
---|---|---|---|---|
Eignir | ||||
Fastafjármunir | 47.816 | 47.554 | 262 | 0,6% |
Veltufjármunir | 13.832 | 15.154 | (1.322) | -8,7% |
Eignir samtals | 61.648 | 62.708 | (1.060) | -1,7% |
Eigið fé og skuldir | ||||
Hlutafé | 1.154 | 1.189 | (35) | -2,9% |
Annað eigið fé | 24.035 | 23.397 | 638 | 2,7% |
Samtals | 25.189 | 24.586 | 603 | 2,5% |
Hlutdeild minnihluta | (2) | 1 | (3) | -300,0% |
Eigið fé samtals | 25.187 | 24.587 | 600 | 2,4% |
Langtímaskuldir | 18.592 | 22.362 | (3.770) | -16,9% |
Vaxtaberandi skammtímaskuldir | 2.957 | 442 | 2.515 | 569,0% |
Skuldir við lánastofnanir | 601 | 1.273 | (672) | -52,8% |
Aðrar skammtímaskuldir | 14.311 | 14.045 | 266 | 1,9% |
Skuldir samtals | 36.461 | 38.122 | (1.661) | -4,4% |
Eigið fé og skuldir samtals | 61.648 | 62.708 | (1.060) | -1,7% |
Nýting rekstrarfjármuna (í dögum)
Eigið fé í lok tímabilsins var 25.187 millj. kr. og eiginfjárhlutfall 40,9%. Arðsemi eigin fjár á rekstrarárinu var 10,2%. Eiginfjárhlutfall við lok síðasta rekstrarárs var 39,2% og arðsemi eigin fjár 12,6%. Félagið átti 26,4 millj. eigin hluti í lok rekstrarárs.
Heildarskuldir samstæðunnar í lok ársins voru 36.461 millj. kr. en þar af voru vaxtaberandi skuldir 12.926 millj. kr. og leiguskuldir 9.029 millj. kr. Nettó vaxtaberandi skuldir, með leiguskuldum, í lok árs voru 21.567 millj. kr. eða 2,4xEBITDA. Nettó vaxtaberandi skuldir, án leiguskulda, voru 1,4xEBITDA.
Óverðtryggður skuldabréfaflokkur, HAGA181021, að upphæð 2.500 millj. kr. er á gjalddaga í október 2021 en unnið er að endurfjármögnun hans.
Skuldsetning með leiguskuldum (í millj. kr.)
Eigið fé (í millj. kr.)
Handbært fé frá rekstri á árinu nam 6.627 millj. kr., samanborið við 9.828 millj. kr. á fyrra ári. Breytingu á milli ára má rekja til breytinga á rekstrartengdum eignum, en á fyrra ári var gerð breyting á uppgjörsfyrirkomulagi greiðslukorta, þar sem uppgjör frá færsluhirði fór úr því að vera mánaðarlegt í daglegt.
Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru 3.591 millj. kr., samanborið við 5.221 millj. kr. á fyrra ári. Á rekstrarárinu var fjárfest í fasteign á Furuvöllum á Akureyri, þar sem verslun Hagkaups er starfrækt. Þá féllu til 2/3 hlutar framkvæmdakostnaðar við byggingu á nýju kæli- og frystivöruhúsi Aðfanga í Korngörðum sem tekið var í notkun fyrir síðustu jól. Fjárfesting í áhöldum og innréttingum fyrir 2.040 millj. kr. var að stærstum hluta vegna endurnýjunar Bónus og Hagkaupsverslana auk innréttinga og tækja í nýtt kæli- og frystivöruhús.
Fjármögnunarhreyfingar tímabilsins voru 4.880 millj. kr., samanborið við 3.111 millj. kr. á fyrra ári. Ekki var greiddur arður til hluthafa á árinu, vegna síðastliðins rekstrarárs, en á fyrra ári var arðgreiðsla að fjárhæð 1.159 millj. kr. Keypt eigin bréf á rekstrarárinu námu 1920 millj. kr.
Sjóðsteymisyfirlit (í millj. kr.)
Helstu lykiltölur má finna hér.