Um Haga

Sérvöruverslanir og apótek

Hagar reka tvær sérvörukeðjur, undir vörumerkjum Útilífs og Zara. Auk þess eiga Hagar 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki sem rekur tvö apótek undir vörumerki sínu.

Eftir lok rekstrarárs var skrifað undir kaupsamninga um sölu á rekstri og eignum Útilífs og um sölu á eignarhlut Haga í Reykjavíkur Apóteki. Afhending eigna samkvæmt kaupsamningunum mun fara fram á sumarmánuðum 2021.

Custom-NameBQ2I2178-2Stjórnendur á sérvörusviði eru (frá vinstri): Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Zara og Hörður Magnússon, rekstrarstjóri Útilífs. Framkvæmdastjóri Reykjavíkur Apóteks er Ólafur Adolfsson.

Útilíf

Útilíf er öflugt og rótgróið smásölufyrirtæki á sviði íþrótta- og útivistar og var fyrirtækið stofnað árið 1974 þegar verslun fyrirtækisins var opnuð í Glæsibæ. Í dag rekur Útilíf tvær stórglæsilegar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Kringlunni og Smáralind, auk vefverslunar.

Hjá Útilíf er lögð áhersla á vandað vöruúrval tengdu íþróttum og útivist.Utilif-Smaralind-39_1622211529808 Leitast er við að bjóða upp á íþrótta- og útivistarfatnað og vörur í hæsta gæðaflokki ásamt því að hafa úrval í helstu verðflokkum. Hjá Útilíf starfa sérfræðingar í hverri deild sem tryggja viðskiptavinum framúrskarandi aðstoð og þjónustu á vörum við allra hæfi. Helstu deildir vöruflokka eru: sportdeild, skódeild, útivistardeild og skíðadeild. Miðlægur vörulager Útilífs sér um tollafgreiðslu, lagerhald, afgreiðslu og vörumerkingar fyrir flestar vörur Útilífs. Þetta fyrirkomulag tryggir hraða afgreiðslu á vörum til verslana og þar af leiðandi hafa viðskiptavinir Útilífs ávallt aðgang að nýjustu vörulínunum hverju sinni.

Hjá Útilíf störfuðu í árslok 43 starfsmenn og meðalfjöldi stöðugilda á árinu var 24.

Zara

Zara er ein stærsta tískuverslunarkeðja í heimi og selur fatnað og fylgihluti fyrir dömur, herra og börn en fyrsta Zara-verslunin var opnuð á Íslandi árið 2001. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hönnun eftir nýjustu tískustraumum, hraða vöruveltu, hagkvæma aðfangakeðju og sanngjarnt verð. Ein Zara-verslun er á Íslandi, staðsett í Smáralind, og er hún rekin með sérleyfissamningi frá Inditex á Spáni. Í nóvember 2020 opnaði Inditex netverslun Zara á Íslandi en dreifing á vörum til viðskiptavina netverslunar er í samstarfi við Zara-verslunina í Smáralind.

Zara-Smaralind_1622211769317

Grunnurinn að velgengni vörumerkisins Zara felst í því að greina óskir viðskiptavina og bregðast hratt við þeim. Varan er hönnuð í takt við stefnur og strauma í tískuheiminum hverju sinni og ráða viðtökur og óskir viðskiptavina frekari framleiðslu og vöruþróun. Nýjar vörur eru á boðstólnum í versluninni að lágmarki tvisvar í viku. 

Starfsmenn Zara í árslok voru 52 og meðalfjöldi stöðugilda ársins var 29.

reykjavíkur apótek

Reykjavíkur Apótek varð hluti af samstæðu Haga í september 2019 en Hagar eiga 90% hlutafjár í apótekinu. 

Reykjavíkur Apótek býður upp á alla almenna lyfjafræðilega þjónustu, gott úrval afReyAp vítamínum og hjúkrunarvörum á samkeppnishæfu verði. Meginstarfsemi Reykjavíkur Apóteks er á sviði lyfsölu en auk þess selur fyrirtækið hjúkrunarvörur, heilsuvörur, snyrtivörur og hreinlætisvörur. Þá býður Reykjavíkur Apótek upp á heimsendingu á lyfjum og heilsufarsmælingar. Tvö apótek eru starfræk á höfuðborgarsvæðinu, við Seljaveg og í Skeifunni í Reykjavík. 

Starfsmenn Reykjavíkur Apóteks voru 14 í árslok í 9 stöðugildum.